Erlent

„Refsarinn“ klessir vísvitandi á bíla

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Rússneski rútubílstjórinn Alexei Volkov hefur fengið sig fullsaddan af ökuníðingum borgarinnar Zelenograd, sem er skammt frá Moskvu, og klessir nú miskunnarlaust á þá.

Hann lætur þó ekki staðar numið þar, heldur setur hann myndbönd af árekstrunum á internetið. Hafa netverjar byrjað að kalla hann „Refsarann" í kjölfarið.

Volkov, sem hefur lent í meira en hundrað árekstrum í borginni, segist hafa haldið vinnu sinni sem vörubílstjóri þrátt fyrir árekstrana.

„Það sér sjaldnast á rútunni, en hvað á ég að gera? Forða aftanákeyrslu með því að beygja í veg fyrir umferð sem kemur á móti? Nauðhemla og hætta á að slasa farþegana mína?"

Volkov hefur fest árekstra á myndband frá árinu 2007, en hann er með myndbandstökuvél staðsetta í mælaborði rútunnar sem hann kom fyrir til þess að verjast bílstjórum sem láta viljandi keyra á sig til þess að svíkja fé út úr tryggingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×