KA hafði betur gegn Selfyssingum, 1-0, í fyrstu umferð 1. deildar karla í dag.
Hallgrímur Már Steingrímsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 15. mínútu.
Selfyssingar féllu úr Pepsi-deild karla í haust ásamt Grindvíkingum, sem töpuðu fyrir Víkingi fyrr í dag.
Bjarni Jóhannsson, sem þjálfað hefur Stjörnuna undanfarin ár, byrjar því vel hjá sínu nýja félagi en hann tók við KA fyrir tímabilið.
Bjarni byrjar með sigri

Tengdar fréttir

Víkingar sóttu sigur til Grindavíkur
Keppni í 1. deild karla hófst í dag og er fyrstu fjórum leikjunum lokið. Víkingur frá Reykjavík gerði góða ferð til Grindavíkur.