Bjuggu til smáforrit sem efla þroska barna Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. apríl 2013 12:00 Í loftið er komin vefsíðan www.soffia.net þar sem er að finna stafrófs- og tölustafaleiki fyrir börn frá eins árs og upp í fimm ára. Leikina er líka hægt að fá fyrir snjallsíma og meira er á leiðinni. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenskir þroskaleikir fyrir ung börn eru nú til í snjallsíma og á netinu. Tvær konur í fæðingarorlofi eiga fyrirtækið Lean Laundry og búa til smáforrit sem efla eiga þroska barna og skemmta um leið. Hagnaðarvonin er á stærri markaði erlendis. Nú er hægt að nálgast á íslensku þroskaleiki fyrir ungabörn sem spila má í snjallsímum og á netinu. Leikina má spila á vefsíðunni www.soffia.net, eða sækja sem „app“ (smáforrit) í Android-snjallsíma á smáforritavefnum Google Play. Aðgangur að leikjunum og smáforritunum er án endurgjalds. Soffía Gísladóttir, annar aðstandenda vefsins, segist hafa farið að stað með verkefnið eftir að hún eignaðist stúlku fyrir þremur árum. „Þegar hún var svona níu mánaða til eins árs þá vorum við að leita að afþreyingu á Youtube og fundum ekkert íslenskt efni,“ segir hún. Þegar stúlkan var síðar farin að söngla stafrófsþuluna upp á enska vísu sá Soffía að hún yrði að taka til sinna ráða. „Og fyrst ekkert efni var til á íslensku, þá bjó ég það bara til.“ Þegar Soffía fór ekki alls fyrir löngu aftur í fæðingarorlof langaði hana til að halda vinnunni áfram og búa til fleiri leiki. „Og ég auglýsti eftir samstarfi frá einhverjum sem hugsanlega væri líka í fæðingarorlofi.“ Þá hafði Helga Einarsdóttir samband, sem líkt og Soffía hafði lokið námi frá Margmiðlunarskólanum. „Hún var til í að koma í þetta með mér og síðan þá erum við búin að búa til tölustafa-app og setja upp vefsíðu.“ Fyrsta kastið segir Soffía að um hálfgert hugsjónastarf að ræða við að búa til stafrænt þroskaefni fyrir ungabörn. Í framhaldinu standi hins vegar til að hafa af verkefninu tekjur og í því augnamiði hafi þær stöllur stofnað fyrirtækið Lean Laundry. „Við erum svona að skoða möguleikana til framtíðar þegar fleiri öpp verða til,“ segir hún, en af smáforritunum eru til bæði íslenskar og enskar útgáfur. „Og við myndum kannski frekar selja ensku öppin, eða gætum mögulega selt aðgang að flóknari útfærslum á leikjum, en haft aðrar opnar.“ Núna vinna Soffía og Helga að því að búa til flóknari stafaleiki og aðrar tegundir þroskaleikja þar sem börn geta lært á form, árstíðir og hvað eina skemmtilegt. Þá segir Soffía unnið að því að útbúa útgáfu af smáforritunum sem þegar eru til, sem hlaða megi í Iphone-síma úr Apple Store á netinu. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Íslenskir þroskaleikir fyrir ung börn eru nú til í snjallsíma og á netinu. Tvær konur í fæðingarorlofi eiga fyrirtækið Lean Laundry og búa til smáforrit sem efla eiga þroska barna og skemmta um leið. Hagnaðarvonin er á stærri markaði erlendis. Nú er hægt að nálgast á íslensku þroskaleiki fyrir ungabörn sem spila má í snjallsímum og á netinu. Leikina má spila á vefsíðunni www.soffia.net, eða sækja sem „app“ (smáforrit) í Android-snjallsíma á smáforritavefnum Google Play. Aðgangur að leikjunum og smáforritunum er án endurgjalds. Soffía Gísladóttir, annar aðstandenda vefsins, segist hafa farið að stað með verkefnið eftir að hún eignaðist stúlku fyrir þremur árum. „Þegar hún var svona níu mánaða til eins árs þá vorum við að leita að afþreyingu á Youtube og fundum ekkert íslenskt efni,“ segir hún. Þegar stúlkan var síðar farin að söngla stafrófsþuluna upp á enska vísu sá Soffía að hún yrði að taka til sinna ráða. „Og fyrst ekkert efni var til á íslensku, þá bjó ég það bara til.“ Þegar Soffía fór ekki alls fyrir löngu aftur í fæðingarorlof langaði hana til að halda vinnunni áfram og búa til fleiri leiki. „Og ég auglýsti eftir samstarfi frá einhverjum sem hugsanlega væri líka í fæðingarorlofi.“ Þá hafði Helga Einarsdóttir samband, sem líkt og Soffía hafði lokið námi frá Margmiðlunarskólanum. „Hún var til í að koma í þetta með mér og síðan þá erum við búin að búa til tölustafa-app og setja upp vefsíðu.“ Fyrsta kastið segir Soffía að um hálfgert hugsjónastarf að ræða við að búa til stafrænt þroskaefni fyrir ungabörn. Í framhaldinu standi hins vegar til að hafa af verkefninu tekjur og í því augnamiði hafi þær stöllur stofnað fyrirtækið Lean Laundry. „Við erum svona að skoða möguleikana til framtíðar þegar fleiri öpp verða til,“ segir hún, en af smáforritunum eru til bæði íslenskar og enskar útgáfur. „Og við myndum kannski frekar selja ensku öppin, eða gætum mögulega selt aðgang að flóknari útfærslum á leikjum, en haft aðrar opnar.“ Núna vinna Soffía og Helga að því að búa til flóknari stafaleiki og aðrar tegundir þroskaleikja þar sem börn geta lært á form, árstíðir og hvað eina skemmtilegt. Þá segir Soffía unnið að því að útbúa útgáfu af smáforritunum sem þegar eru til, sem hlaða megi í Iphone-síma úr Apple Store á netinu.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira