Bjuggu til smáforrit sem efla þroska barna Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. apríl 2013 12:00 Í loftið er komin vefsíðan www.soffia.net þar sem er að finna stafrófs- og tölustafaleiki fyrir börn frá eins árs og upp í fimm ára. Leikina er líka hægt að fá fyrir snjallsíma og meira er á leiðinni. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenskir þroskaleikir fyrir ung börn eru nú til í snjallsíma og á netinu. Tvær konur í fæðingarorlofi eiga fyrirtækið Lean Laundry og búa til smáforrit sem efla eiga þroska barna og skemmta um leið. Hagnaðarvonin er á stærri markaði erlendis. Nú er hægt að nálgast á íslensku þroskaleiki fyrir ungabörn sem spila má í snjallsímum og á netinu. Leikina má spila á vefsíðunni www.soffia.net, eða sækja sem „app“ (smáforrit) í Android-snjallsíma á smáforritavefnum Google Play. Aðgangur að leikjunum og smáforritunum er án endurgjalds. Soffía Gísladóttir, annar aðstandenda vefsins, segist hafa farið að stað með verkefnið eftir að hún eignaðist stúlku fyrir þremur árum. „Þegar hún var svona níu mánaða til eins árs þá vorum við að leita að afþreyingu á Youtube og fundum ekkert íslenskt efni,“ segir hún. Þegar stúlkan var síðar farin að söngla stafrófsþuluna upp á enska vísu sá Soffía að hún yrði að taka til sinna ráða. „Og fyrst ekkert efni var til á íslensku, þá bjó ég það bara til.“ Þegar Soffía fór ekki alls fyrir löngu aftur í fæðingarorlof langaði hana til að halda vinnunni áfram og búa til fleiri leiki. „Og ég auglýsti eftir samstarfi frá einhverjum sem hugsanlega væri líka í fæðingarorlofi.“ Þá hafði Helga Einarsdóttir samband, sem líkt og Soffía hafði lokið námi frá Margmiðlunarskólanum. „Hún var til í að koma í þetta með mér og síðan þá erum við búin að búa til tölustafa-app og setja upp vefsíðu.“ Fyrsta kastið segir Soffía að um hálfgert hugsjónastarf að ræða við að búa til stafrænt þroskaefni fyrir ungabörn. Í framhaldinu standi hins vegar til að hafa af verkefninu tekjur og í því augnamiði hafi þær stöllur stofnað fyrirtækið Lean Laundry. „Við erum svona að skoða möguleikana til framtíðar þegar fleiri öpp verða til,“ segir hún, en af smáforritunum eru til bæði íslenskar og enskar útgáfur. „Og við myndum kannski frekar selja ensku öppin, eða gætum mögulega selt aðgang að flóknari útfærslum á leikjum, en haft aðrar opnar.“ Núna vinna Soffía og Helga að því að búa til flóknari stafaleiki og aðrar tegundir þroskaleikja þar sem börn geta lært á form, árstíðir og hvað eina skemmtilegt. Þá segir Soffía unnið að því að útbúa útgáfu af smáforritunum sem þegar eru til, sem hlaða megi í Iphone-síma úr Apple Store á netinu. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Íslenskir þroskaleikir fyrir ung börn eru nú til í snjallsíma og á netinu. Tvær konur í fæðingarorlofi eiga fyrirtækið Lean Laundry og búa til smáforrit sem efla eiga þroska barna og skemmta um leið. Hagnaðarvonin er á stærri markaði erlendis. Nú er hægt að nálgast á íslensku þroskaleiki fyrir ungabörn sem spila má í snjallsímum og á netinu. Leikina má spila á vefsíðunni www.soffia.net, eða sækja sem „app“ (smáforrit) í Android-snjallsíma á smáforritavefnum Google Play. Aðgangur að leikjunum og smáforritunum er án endurgjalds. Soffía Gísladóttir, annar aðstandenda vefsins, segist hafa farið að stað með verkefnið eftir að hún eignaðist stúlku fyrir þremur árum. „Þegar hún var svona níu mánaða til eins árs þá vorum við að leita að afþreyingu á Youtube og fundum ekkert íslenskt efni,“ segir hún. Þegar stúlkan var síðar farin að söngla stafrófsþuluna upp á enska vísu sá Soffía að hún yrði að taka til sinna ráða. „Og fyrst ekkert efni var til á íslensku, þá bjó ég það bara til.“ Þegar Soffía fór ekki alls fyrir löngu aftur í fæðingarorlof langaði hana til að halda vinnunni áfram og búa til fleiri leiki. „Og ég auglýsti eftir samstarfi frá einhverjum sem hugsanlega væri líka í fæðingarorlofi.“ Þá hafði Helga Einarsdóttir samband, sem líkt og Soffía hafði lokið námi frá Margmiðlunarskólanum. „Hún var til í að koma í þetta með mér og síðan þá erum við búin að búa til tölustafa-app og setja upp vefsíðu.“ Fyrsta kastið segir Soffía að um hálfgert hugsjónastarf að ræða við að búa til stafrænt þroskaefni fyrir ungabörn. Í framhaldinu standi hins vegar til að hafa af verkefninu tekjur og í því augnamiði hafi þær stöllur stofnað fyrirtækið Lean Laundry. „Við erum svona að skoða möguleikana til framtíðar þegar fleiri öpp verða til,“ segir hún, en af smáforritunum eru til bæði íslenskar og enskar útgáfur. „Og við myndum kannski frekar selja ensku öppin, eða gætum mögulega selt aðgang að flóknari útfærslum á leikjum, en haft aðrar opnar.“ Núna vinna Soffía og Helga að því að búa til flóknari stafaleiki og aðrar tegundir þroskaleikja þar sem börn geta lært á form, árstíðir og hvað eina skemmtilegt. Þá segir Soffía unnið að því að útbúa útgáfu af smáforritunum sem þegar eru til, sem hlaða megi í Iphone-síma úr Apple Store á netinu.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira