Tvítugur maður í Orange sýslu í suðurhluta Kaliforníu skaut þrjá menn til bana og særði tvo aðra áður en hann framdi sjálfsmorð í gærkvöldi.
Í frétt um málið á vefsíðu CNN segir að maðurinn, sem hét Ali Syed, hafi fyrst skotið konu til bana á heimili sínu áður en hann hélt þaðan og skaut á tilfallandi vegfarendur.
Syed er lýst sem atvinnulausum einfara sem bjó á heimili foreldra sinna.
Tvítugur einfari myrti þrjá og framdi síðan sjálfsmorð
