Erlent

Harmleikur á Hudson ánni – tilvonandi brúður lést

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Báturinn dreginn upp úr ánni.
Báturinn dreginn upp úr ánni. New York Daily News
Dauðaslys varð í Hudson á í New York ríki á föstudagskvöld þegar Stingray vélbátur klessti á byggingarpramma rétt suður af Tappan Zee bridge. Farþegar í bátnum voru Lindsey Stewart og unnusti hennar, Brian Bond, en til stóð að brúðkaup þeirra yrði haldið eftir tvær vikur, laugardaginn 10. ágúst. Auk þeirra voru um borð í bátnum fjórir vinir þeirra. Þar á meðal Mark Lennon, svaramaður verðandi brúðgumans.

Stewart og Lennon, svaramaðurinn, voru fremst í bátnum þegar áreksturinn varð og köstuðust í ánna. Lík Stewart fannst nú síðdegis en leit stendur enn yfir að Lennon. Hann er talinn af.

Lögregla í New York ríki rannsakar nú orsakir slyssins og gat ekki útilokað að vímuefni hefðu komið við sögu. Pramminn hefur verið í ánni frá því í apríl. „Það er erfitt að sjá pramma sem eru lágir í vatninu þegar það er myrkur,“ sagði Robert Van Cura, aðstoðarlögreglustjóri, en hann sagði jafnframt að öll tilskilin ljós hefðu verið í lagi á prammanum.

Slysið átti sér stað klukkan 22.40 á föstudagskvöld en báturinn var á leið frá Piermont að Tarrytown.

Ítarlega er fjallað um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×