Erlent

Reiði í Indónesíu

Jakob Bjarnar skrifar
Öryggisvörður við ástralskt sendiráð í Indónesíu nú í morgun.
Öryggisvörður við ástralskt sendiráð í Indónesíu nú í morgun. AP
Indónesísk yfirvöld hafa kallað sendiherra Ástralíu á sinn fund eftir að fram kom að áströlsk sendiráð hafa verið notuð til stuðnings njósnakerfi í Asíu.

Eða því er haldið fram í The Sydney Morning Herald, að ýmsum sendiráðsbyggingum í Asíu sé kerfisbundið unnið að símhlerunum og því að brjótast inn í tölvukerfi. Kína hefur einnig krafist skýringa frá bandarískum yfirvöldum vegna þessara upplýsinga sem, eins og svo margar að undanförnu, byggjast á leka frá uppljóstraranum Edward Snowden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×