Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2012 10:29 Samstaða fer af stað með krafti. mynd/ vilhelm. Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri skoðanakönnun koma sér og flokksfélögum sínum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. „Vð vorum svona í bjartsýni okkar að vonast til að þetta yrði svona 12 til 15%. Við erum svona hálf hrærð yfir þessu mikla fylgi," segir Lilja. Hún bendir á að forysta Samstöðu hafi ekki enn farð út á land til að kynna framboðið þar. Við höfum meðal annars ekki komist vegna veðurs. við ætluðum að fara í þessari viku," segir Lilja. Hún tekur þó fram að þetta séu nú ekki endilega þær tölur sem muni koma upp úr kjörkössunum. „En ég held að það sé meiri líkur á því að það muni gerast núna en oft áður," segir Lilja. Lilja segir erfitt að geta sér til um það hvað skýri niðurstöðuna í kosningunni. Hún hafi þó skynjað að fólk væri að leita að stjórnmálaafli sem hefði trúverðugleika og ekki síður að leita að fólki sem hefði trúverðugleika til að framfylgja þeirri stjórnmálastefnu sem Samstaða byggir á. Það væri því bæði fólkið og stefnan sem skipti máli. „Ég er eini þingmaðurinn í hópnum og síðan er fólk sem hefur ekki beint verið í framvarðarlínu stjórnmálanna með mér heldur þekkt af öðrum störfum í samfélaginu. Ég held að mörgum hafi þótt það vera traustvekjandi," segir Lilja. Hún bendir á að ásýnd flokksins eigi eftir að breytast eftir því sem félögunum fjölgi. Lilja segir að Samstaða hafi verið í sambandi við fólk víðsvegar á landinu til að taka þátt í starfi flokksins. „Við höfum haft samband við fólk í öllum kjördæmum en auðvitað mætti hópurinn vera stærri á hverjum stað. Það litast kannski af tímaskorti og peningaleysi," segir Lilja og bendir á að ný framboð eins og Samstaða hafi nánast ekki úr neinum peningum að moða miðað við framboð sem þegar hafi haslað sér völl. Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri skoðanakönnun koma sér og flokksfélögum sínum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. „Vð vorum svona í bjartsýni okkar að vonast til að þetta yrði svona 12 til 15%. Við erum svona hálf hrærð yfir þessu mikla fylgi," segir Lilja. Hún bendir á að forysta Samstöðu hafi ekki enn farð út á land til að kynna framboðið þar. Við höfum meðal annars ekki komist vegna veðurs. við ætluðum að fara í þessari viku," segir Lilja. Hún tekur þó fram að þetta séu nú ekki endilega þær tölur sem muni koma upp úr kjörkössunum. „En ég held að það sé meiri líkur á því að það muni gerast núna en oft áður," segir Lilja. Lilja segir erfitt að geta sér til um það hvað skýri niðurstöðuna í kosningunni. Hún hafi þó skynjað að fólk væri að leita að stjórnmálaafli sem hefði trúverðugleika og ekki síður að leita að fólki sem hefði trúverðugleika til að framfylgja þeirri stjórnmálastefnu sem Samstaða byggir á. Það væri því bæði fólkið og stefnan sem skipti máli. „Ég er eini þingmaðurinn í hópnum og síðan er fólk sem hefur ekki beint verið í framvarðarlínu stjórnmálanna með mér heldur þekkt af öðrum störfum í samfélaginu. Ég held að mörgum hafi þótt það vera traustvekjandi," segir Lilja. Hún bendir á að ásýnd flokksins eigi eftir að breytast eftir því sem félögunum fjölgi. Lilja segir að Samstaða hafi verið í sambandi við fólk víðsvegar á landinu til að taka þátt í starfi flokksins. „Við höfum haft samband við fólk í öllum kjördæmum en auðvitað mætti hópurinn vera stærri á hverjum stað. Það litast kannski af tímaskorti og peningaleysi," segir Lilja og bendir á að ný framboð eins og Samstaða hafi nánast ekki úr neinum peningum að moða miðað við framboð sem þegar hafi haslað sér völl.
Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30