Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2012 10:29 Samstaða fer af stað með krafti. mynd/ vilhelm. Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri skoðanakönnun koma sér og flokksfélögum sínum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. „Vð vorum svona í bjartsýni okkar að vonast til að þetta yrði svona 12 til 15%. Við erum svona hálf hrærð yfir þessu mikla fylgi," segir Lilja. Hún bendir á að forysta Samstöðu hafi ekki enn farð út á land til að kynna framboðið þar. Við höfum meðal annars ekki komist vegna veðurs. við ætluðum að fara í þessari viku," segir Lilja. Hún tekur þó fram að þetta séu nú ekki endilega þær tölur sem muni koma upp úr kjörkössunum. „En ég held að það sé meiri líkur á því að það muni gerast núna en oft áður," segir Lilja. Lilja segir erfitt að geta sér til um það hvað skýri niðurstöðuna í kosningunni. Hún hafi þó skynjað að fólk væri að leita að stjórnmálaafli sem hefði trúverðugleika og ekki síður að leita að fólki sem hefði trúverðugleika til að framfylgja þeirri stjórnmálastefnu sem Samstaða byggir á. Það væri því bæði fólkið og stefnan sem skipti máli. „Ég er eini þingmaðurinn í hópnum og síðan er fólk sem hefur ekki beint verið í framvarðarlínu stjórnmálanna með mér heldur þekkt af öðrum störfum í samfélaginu. Ég held að mörgum hafi þótt það vera traustvekjandi," segir Lilja. Hún bendir á að ásýnd flokksins eigi eftir að breytast eftir því sem félögunum fjölgi. Lilja segir að Samstaða hafi verið í sambandi við fólk víðsvegar á landinu til að taka þátt í starfi flokksins. „Við höfum haft samband við fólk í öllum kjördæmum en auðvitað mætti hópurinn vera stærri á hverjum stað. Það litast kannski af tímaskorti og peningaleysi," segir Lilja og bendir á að ný framboð eins og Samstaða hafi nánast ekki úr neinum peningum að moða miðað við framboð sem þegar hafi haslað sér völl. Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri skoðanakönnun koma sér og flokksfélögum sínum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. „Vð vorum svona í bjartsýni okkar að vonast til að þetta yrði svona 12 til 15%. Við erum svona hálf hrærð yfir þessu mikla fylgi," segir Lilja. Hún bendir á að forysta Samstöðu hafi ekki enn farð út á land til að kynna framboðið þar. Við höfum meðal annars ekki komist vegna veðurs. við ætluðum að fara í þessari viku," segir Lilja. Hún tekur þó fram að þetta séu nú ekki endilega þær tölur sem muni koma upp úr kjörkössunum. „En ég held að það sé meiri líkur á því að það muni gerast núna en oft áður," segir Lilja. Lilja segir erfitt að geta sér til um það hvað skýri niðurstöðuna í kosningunni. Hún hafi þó skynjað að fólk væri að leita að stjórnmálaafli sem hefði trúverðugleika og ekki síður að leita að fólki sem hefði trúverðugleika til að framfylgja þeirri stjórnmálastefnu sem Samstaða byggir á. Það væri því bæði fólkið og stefnan sem skipti máli. „Ég er eini þingmaðurinn í hópnum og síðan er fólk sem hefur ekki beint verið í framvarðarlínu stjórnmálanna með mér heldur þekkt af öðrum störfum í samfélaginu. Ég held að mörgum hafi þótt það vera traustvekjandi," segir Lilja. Hún bendir á að ásýnd flokksins eigi eftir að breytast eftir því sem félögunum fjölgi. Lilja segir að Samstaða hafi verið í sambandi við fólk víðsvegar á landinu til að taka þátt í starfi flokksins. „Við höfum haft samband við fólk í öllum kjördæmum en auðvitað mætti hópurinn vera stærri á hverjum stað. Það litast kannski af tímaskorti og peningaleysi," segir Lilja og bendir á að ný framboð eins og Samstaða hafi nánast ekki úr neinum peningum að moða miðað við framboð sem þegar hafi haslað sér völl.
Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30