Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi 10. febrúar 2012 07:30 Lilja Mósesdóttir Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. Samstaða, nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur, fengi ríflega fimmtung atkvæða og fjórtán þingmenn yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð fá samtals ríflega 30 prósent fylgi. Taka verður niðurstöðum könnunarinnar með fyrirvara þar sem enn eru mjög margir sem ekki gefa upp afstöðu. Þó gáfu um 52,9 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni upp afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Spurt var sérstaklega um fjögur ný framboð.Almennt hefur lægra hlutfall þeirra sem taka afstöðu þegar spurt er um fylgi flokka í skoðanakönnunum verið tengt óþoli almennings á þeim stjórnmálaflokkum sem í boði eru. Í könnunum sem gerðar voru fyrir hrun var algengt hlutfall í kringum 65 prósent. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, gefa vísbendingu um stöðu flokkanna þrátt fyrir að margir taki ekki afstöðu til flokkanna. Hafa verður í huga að nýju framboðin eiga eftir að móta afstöðu til málefna sem skipta kjósendur máli, frambjóðendur þeirra eru ekki komnir fram og framboðin hafa lítið sem ekkert kynnt sig. Sé miðað við þá sem tóku afstöðu til einhverra flokka nýtur Sjálfstæðisflokkurinn enn mests stuðnings. Um 35 prósent kjósenda segjast myndu kjósa flokkinn nú, sem myndi færa flokknum 24 þingsæti. Flokkurinn er með sextán þingmenn í dag. Samstaða mælist nú með næst mest fylgi, og segjast 21,3 prósent myndu kjósa flokkinn í kosningum, og fengi hann miðað við það fjórtán þingmenn. Önnur ný framboð fá ekki jafn mikinn stuðning. Björt framtíð, undir forystu Guðmunds Steingrímssonar, mælist með 6,1 prósents stuðning, sem myndi skila fjórum á þing. Hægri-grænir, flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, fengju samkvæmt henni 0,9 prósent atkvæða. Þá fengi Lýðfrelsisflokkurinn undir forystu Guðbjörns Guðbjörnssonar 1,2 prósent atkvæða. Hvorugur næði manni á þing.Um 12,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú, og fengi flokkurinn átta þingmenn miðað við þá niðurstöðu. Samfylkingin er í dag með 20 þingmenn. Alls sögðust átta prósent myndu kjósa Vinstri græn í skoðanakönnuninni, sem myndi skila fimm þingmönnum í kosningum, en tólf eru í þingflokki Vinstri grænna í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 12,5 prósent atkvæða og átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn er í dag með níu þingmenn. Hreyfingin nýtur stuðnings 1,7 prósenta samkvæmt könnuninni. Það myndi ekki duga til að koma fulltrúum flokksins á þing, en þingmenn Hreyfingarinnar eru í dag þrír talsins. Þess ber að geta að þingmenn flokksins vinna nú að stofnun nýs stjórnmálaafls í samvinnu við Borgarahreyfinguna, Frjálslynda flokkinn og ýmis grasrótarsamtök. Stofnfundur framboðsins er áformaður næstkomandi sunnudag. brjann@frettabladid.isÍ könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 800 manns dagana 8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Svarmöguleikar voru lesnir upp í tilviljanakenndri röð, bæði flokkar sem sæti eiga á Alþingi og ný framboð sem hafa verið stofnuð.Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að reyna að fá fólk til að taka afstöðu. Alls tóku 52,9 prósent afstöðu. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. Samstaða, nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur, fengi ríflega fimmtung atkvæða og fjórtán þingmenn yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð fá samtals ríflega 30 prósent fylgi. Taka verður niðurstöðum könnunarinnar með fyrirvara þar sem enn eru mjög margir sem ekki gefa upp afstöðu. Þó gáfu um 52,9 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni upp afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Spurt var sérstaklega um fjögur ný framboð.Almennt hefur lægra hlutfall þeirra sem taka afstöðu þegar spurt er um fylgi flokka í skoðanakönnunum verið tengt óþoli almennings á þeim stjórnmálaflokkum sem í boði eru. Í könnunum sem gerðar voru fyrir hrun var algengt hlutfall í kringum 65 prósent. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, gefa vísbendingu um stöðu flokkanna þrátt fyrir að margir taki ekki afstöðu til flokkanna. Hafa verður í huga að nýju framboðin eiga eftir að móta afstöðu til málefna sem skipta kjósendur máli, frambjóðendur þeirra eru ekki komnir fram og framboðin hafa lítið sem ekkert kynnt sig. Sé miðað við þá sem tóku afstöðu til einhverra flokka nýtur Sjálfstæðisflokkurinn enn mests stuðnings. Um 35 prósent kjósenda segjast myndu kjósa flokkinn nú, sem myndi færa flokknum 24 þingsæti. Flokkurinn er með sextán þingmenn í dag. Samstaða mælist nú með næst mest fylgi, og segjast 21,3 prósent myndu kjósa flokkinn í kosningum, og fengi hann miðað við það fjórtán þingmenn. Önnur ný framboð fá ekki jafn mikinn stuðning. Björt framtíð, undir forystu Guðmunds Steingrímssonar, mælist með 6,1 prósents stuðning, sem myndi skila fjórum á þing. Hægri-grænir, flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, fengju samkvæmt henni 0,9 prósent atkvæða. Þá fengi Lýðfrelsisflokkurinn undir forystu Guðbjörns Guðbjörnssonar 1,2 prósent atkvæða. Hvorugur næði manni á þing.Um 12,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú, og fengi flokkurinn átta þingmenn miðað við þá niðurstöðu. Samfylkingin er í dag með 20 þingmenn. Alls sögðust átta prósent myndu kjósa Vinstri græn í skoðanakönnuninni, sem myndi skila fimm þingmönnum í kosningum, en tólf eru í þingflokki Vinstri grænna í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 12,5 prósent atkvæða og átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn er í dag með níu þingmenn. Hreyfingin nýtur stuðnings 1,7 prósenta samkvæmt könnuninni. Það myndi ekki duga til að koma fulltrúum flokksins á þing, en þingmenn Hreyfingarinnar eru í dag þrír talsins. Þess ber að geta að þingmenn flokksins vinna nú að stofnun nýs stjórnmálaafls í samvinnu við Borgarahreyfinguna, Frjálslynda flokkinn og ýmis grasrótarsamtök. Stofnfundur framboðsins er áformaður næstkomandi sunnudag. brjann@frettabladid.isÍ könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 800 manns dagana 8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Svarmöguleikar voru lesnir upp í tilviljanakenndri röð, bæði flokkar sem sæti eiga á Alþingi og ný framboð sem hafa verið stofnuð.Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að reyna að fá fólk til að taka afstöðu. Alls tóku 52,9 prósent afstöðu.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira