Grikkir kjósa sér nýtt þing 5. maí 2012 00:00 Antonis Samaras Leiðtogi hægrimanna lofar að reka alla ólöglega útlendinga úr landi. nordicphotos/AFP Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óviðráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 prósenta fylgi, sem er gríðarlegt fylgistap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 prósent. Smærri flokkar hafa í staðinn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsamstarfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar," sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Þetta þýðir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óviðráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 prósenta fylgi, sem er gríðarlegt fylgistap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 prósent. Smærri flokkar hafa í staðinn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsamstarfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar," sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Þetta þýðir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira