Enski boltinn

Koscielny: Suarez er svindlari

Suarez þykir oft fara ansi auðveldlega niður.
Suarez þykir oft fara ansi auðveldlega niður.
Það standa ansi mörg spjót að úrúgvæska framherjanum Luis Suarez, leikmanni Liverpool, en hann er gagnrýndur úr öllum áttum fyrir leikaraskap og annað miður gott.

Tony Pulis, stjóri Stoke, vildi senda hann í leikbann fyrir leikaraskap. Varaforseti FIFA vildi refsa honum og nú hefur Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal, sagt álit sitt á leikmanninum.

"Það er þreytandi að spila gegn honum. Hann svindlar. Hann togar í treyjuna, kýlir þig og gerir það að verkum að mann dauðlangar til þess að sparka í hann. Maður þarf samt að passa sig svo maður fái ekki rautt spjald," sagði Koscielny og bætti við.

"Í leiknum gegn Liverpool í upphafi september hélt hann áfram. Hann dýfir sér um leið og það er einhver smá snerting."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×