Ólafur Elíasson vill bæta lífsgæði milljóna með sólarknúnum lampa 13. febrúar 2012 16:00 Ólafur vonast til að lampinn muni í framtíðinni bæta lífsgæði fólks á svæðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem framleiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum tilkostnaði," bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinnum lægra verði heldur en steinolíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærilegur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna.Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum.Mynd/AntonÓlafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Framleiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýtur. roald@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem framleiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum tilkostnaði," bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinnum lægra verði heldur en steinolíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærilegur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna.Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum.Mynd/AntonÓlafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Framleiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýtur. roald@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira