Enski boltinn

Kemur Klaas Jan Huntelaar til Liverpool í janúar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klaas Jan Huntelaar fagnar marki með Schalke á móti Arsenal.
Klaas Jan Huntelaar fagnar marki með Schalke á móti Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar kann að skora mörk og ef að það er eitthvað sem vantar í leikmannahóp Liverpool þá er það markaskorari. Huntelaar hefur nú verið orðaður við Liverpool í janúarglugganum.

Þessi 29 ára framherji sem byrjaði í unglingaliði PSV Eindhoven á að baki 59 landsleiki og 34 mörk. Eftir að hafa slegið í gegn með Ajax lá leiðin til Real Madríd. Eins og margir leikmenn á undan honum vegnaði honum ekkert sérlega vel enda þótt hann hafi skoraði 8 mörk í 20 leikum í la liga.

Real tapaði tæplega 500 milljónum króna á Huntelaar sem gekk til liðs við Schalke í Þýskalandi. Þar hélt hann uppteknum hætti frá árunum í Ajax, skoraði 29 mörk í 32 leikum á síðustu leiktíð og alls 40 mörk í 62 leikjum í þýsku deildinni.

Samningur hans við Schalke rennur út í sumar og Huntelaar er sagður hafa hafnað tilboði félagsins um nýjan samning. Sunday Mirror segir að Liverpool geti keypt hann á 6 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×