Erlent

Mandela allur að braggast

Nelson Mandela er orðinn 94 ára gamall.
Nelson Mandela er orðinn 94 ára gamall.
Nelson Mandela virðist allur vera að braggast að sögn forseta Suður-Afríku, Jacob Zuma, sem heimsótti þennan goðsagnakennda leiðtoga í dag á spítala í Höfðaborg. Mandela, sem er 94 ára gamall, var færður á spítala með hraði í gærkvöldi, en ekki hefur verið gefið út hvað ami að honum.

Mandela er á batavegi en Zuma áréttaði að vegna aldurs þyrfti Mandela stöku sinnum á þjónustu spítala að halda.

Mandela hefur algjörlega haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá árinu 2004 en hann varð fyrsti svarti forseti Suður-Afríku og fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1993 eftir að hann hafði eytt tæplega þremur áratugum í fangelsi vegna pólitískra skoðana sinna og andstöðu við aðskilnaðarstefnuna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×