Innlent

Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum.

„Samkomulagið við Björn um að gegna áfram forstjórastarfinu á Landspítalanum með auknu svigrúmi til að sinna læknisstörfum gerði ég í góðri trú þar sem ég taldi það þjóna best hagsmunum sjúkrahússins við núverandi aðstæður. Þetta mat reyndist ekki rétt og ég tel að umræður sem orðið hafa um málið opinberlega og viðbrögð starfsmanna og stéttarfélaga heilbrigðisstarfsfólks bendi til þess að engin sátt geti orðið um þessa ákvörðun," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í frétt á vef Landspítalans.

Guðbjartur segir að til að stuðla að sáttum í þágu Landspítala og þess mikilvæga starfs sem þar fer fram á hverjum degi hafi það orðið sameiginleg niðurstaða þeirra Björns að falla frá umræddu samkomulagi um breytt starfskjör. „Hagsmunir Landspítalans verða að ganga fyrir eins og að var stefnt í upphafi,“ segir Guðbjartur Hannesson



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×