Margir vildu afbrigðilegt kynlíf 10. nóvember 2012 06:00 María Birta Bjarnadóttir Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst málið um auglýsingu sem konan, sem María Birta þekkti, setti inn á stefnumótavefinn Einkamál í september í fyrra. Auglýsingin var í nafni Maríu og þar var boðin afbrigðileg kynlífsþjónusta af ýmsu tagi. Með fylgdi bæði mynd af Maríu og símanúmer hennar. Á einni klukkustund fékk María Birta sautján símtöl frá mönnum sem vildu þekkjast boðið. Morguninn eftir biðu hennar svo fjögur SMS-skeyti. Alls skoðuðu yfir 300 manns auglýsinguna. María Birta kærði málið til lögreglu, sem rannsakaði það og tók skýrslu af stúlkunni, sem gekkst við því að hafa sett inn auglýsinguna. Málið leiddi hins vegar ekki til refsingar og því ákvað María Birta að höfða einkamál. Hún telur auglýsinguna ólöglega meingerð gegn æru sinni og friði, enda hafi hún upplifað mikið varnarleysi, misst nokkra daga úr vinnu og orðið af tveimur flugnámstímum vegna andlegs áfalls og þurft að skipta um símanúmer, sem hafi tengst atvinnurekstri hennar – en María rekur verslunina Maníu. María Birta, sem fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Svartur á leik, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hana og vísaði á lögmann sinn. Hún kvað málið þó ekki vera viðkvæmt. Hjálmar Blöndal, lögmaður Maríu, staðfesti að málið hefði verið höfðað en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Tekist verður á um frávísunarkröfu í málinu í lok mánaðar. - sh Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst málið um auglýsingu sem konan, sem María Birta þekkti, setti inn á stefnumótavefinn Einkamál í september í fyrra. Auglýsingin var í nafni Maríu og þar var boðin afbrigðileg kynlífsþjónusta af ýmsu tagi. Með fylgdi bæði mynd af Maríu og símanúmer hennar. Á einni klukkustund fékk María Birta sautján símtöl frá mönnum sem vildu þekkjast boðið. Morguninn eftir biðu hennar svo fjögur SMS-skeyti. Alls skoðuðu yfir 300 manns auglýsinguna. María Birta kærði málið til lögreglu, sem rannsakaði það og tók skýrslu af stúlkunni, sem gekkst við því að hafa sett inn auglýsinguna. Málið leiddi hins vegar ekki til refsingar og því ákvað María Birta að höfða einkamál. Hún telur auglýsinguna ólöglega meingerð gegn æru sinni og friði, enda hafi hún upplifað mikið varnarleysi, misst nokkra daga úr vinnu og orðið af tveimur flugnámstímum vegna andlegs áfalls og þurft að skipta um símanúmer, sem hafi tengst atvinnurekstri hennar – en María rekur verslunina Maníu. María Birta, sem fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Svartur á leik, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hana og vísaði á lögmann sinn. Hún kvað málið þó ekki vera viðkvæmt. Hjálmar Blöndal, lögmaður Maríu, staðfesti að málið hefði verið höfðað en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Tekist verður á um frávísunarkröfu í málinu í lok mánaðar. - sh
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira