Innlent

Komin á ról eftir bílveltu

BBI skrifar
Það eiga ekki allir auðvelt með að keyra landsbyggðarvegi á Íslandi.
Það eiga ekki allir auðvelt með að keyra landsbyggðarvegi á Íslandi. Mynd/Böðvar Þórisson
Þýsk hjón sem misstu stjórn á bíl með þeim afleiðingum að hann valt skammt frá bænum Mýri, syðst í Bárðardal, eru komin á ról. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang en hjónin reyndust ekki alvarlega slösuð.

Hjónin voru að keyra í lausamöl þegar þau misstu stjórn á bílnum og telur vaktmaður hjá lögreglunni á Húsavík reynsluleysi um að kenna. Þau voru ekki alvarlega slösuð að sögn lögreglu. Slysið varð í morgun og þau voru komin á ról aftur nú síðdegis. Bíllinn er aftur á móti töluvert skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×