Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 1-1 Stefán Hirst Friðriksson á Fylkisvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Stefán Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira