Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 1-1 Stefán Hirst Friðriksson á Fylkisvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Stefán Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira