Erlent

Besti Norðurljósaveturin í 50 ár framundan

Vísindamenn telja að veturinn í vetur verði sá besti undanfarin 50 ár til að sjá Norðurljósin.

Þetta skýrist af því að í vetur verður toppurinn á 11 ára sveiflu í virkni sólarinnar, það er svokölluð sólgos verða í hámarki. Slík gos hafa mikil áhrif á segulsvið jarðarinnar sem svo aftur myndar Norðurljósin.

Í frétt um málið í Jyllandsposten er haft eftir Per-Arne Tuftin ferðamálafrömuðu í Noregi að Norðurljósin í vetur verði stórkostleg og að þau verði hægt að sjá á hvaða kvöldi sem er fram í mars, það er ef veður er heiðskírt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×