Erlent

Uppreisnarlið herjar á Damaskus

Þrátt fyrir sigurgöngu uppreisnarliðsins býr stjórn Assads enn yfir öflugum her.
Þrátt fyrir sigurgöngu uppreisnarliðsins býr stjórn Assads enn yfir öflugum her. nordicphotos/AFP
Þótt uppreisnarmenn í Sýrlandi herji nú á höfuðborgina Damaskus og hafi náð miklum árangri undanfarið gætu átökin dregist mjög á langinn, því her Bashar al Assads forseta er enn öflugur. Stjórnarherinn einn hefur auk þess möguleika á flughernaði.

Vestræn ríki og arabalönd sem lýst hafa yfir stuðningi við uppreisnarmenn hafa samt ekki viljað útvega þeim vopn eða hernaðaraðstoð af ótta við að innan þeirra komist öfl herskárra íslamista til valda.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×