Erlent

Yrði stjórnað með faxi frá Brussel

Vill að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu.
Vill að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu. NORDICPHOTOS/AFP
„Ég vil ekki að Bretland fari úr Evrópusambandinu,“ segir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Og ástæðan: „Ég tel að sá hagur sem við höfum af innri markaðnum ráði úrslitum.“

Þetta sagði Cameron á hádegisverðarfundi í breska þinghúsinu nú í vikunni, að sögn The Daily Telegraph. Blaðið segir að Cameron muni á næstu dögum flytja ræðu um framtíð Bretlands og ESB. Á fundinum sagði hann að færi Bretland úr ESB en yrði áfram á Evrópska efnahagssvæðinu kæmust Bretar í sömu stöðu og Noregur [og Ísland], nefnilega að hafa fullan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins en ráða engu um þær reglur sem sá markaður lýtur.

„Í Noregi kalla menn þetta stundum „stjórnun með faxi“, vegna þess að menn taka bara við fyrirmælum frá Brussel um hverja einustu reglu innri markaðarins án þess að hafa neitt að segja um það hverjar þessar reglur eru,“ er haft eftir Cameron.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×