Erlent

Segir óttann vera tóma dellu

Telur ástæðulaust að óttast erfðabreytt matvæli.
Telur ástæðulaust að óttast erfðabreytt matvæli. Nordicphotos/AFP
Owen Paterson, umhverfisráðherra Bretlands, segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum erfðabreyttra matvæla á heilsufar fólks.

Þvert á móti ættu Bretar og önnur ríki að leggja mikla áherslu á kosti þeirra, sem felist meðal annars í því að minna þurfi að nota af skordýraeitri.

Góð reynsla sé nú þegar komin bæði af erfðabreyttum matvælum og erfðabreyttu dýrafóðri: „Það er ekki einn einasti kjötbiti borinn á borð í Evrópu þar sem naut hefur ekki étið eitthvað af erfðabreyttu fóðri. Þannig að þetta er tóm della,” segir Paterson. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×