Erlent

Fleiri eiga að læra kínversku

Kennarar í kínversku eru enn ekki nógu margir.
Kennarar í kínversku eru enn ekki nógu margir.
Sænskir nemendur eiga að fá að læra kínversku í bæði grunn- og framhaldsskólum. Allir grunnskólar eiga að bjóða tvö af eftirfarandi fjórum tungumálum: spænsku, frönsku, þýsku og kínversku. Framhaldsskólarnir eiga að bjóða öll fjögur.

Jan Björklund, menntamálaráðherra Svíþjóðar, gerir ráð fyrir því að kínverskukennarar verði ekki orðnir nógu margir fyrr en eftir tíu til fimmtán ár.

Fáir læra nú kínversku í sænskum skólum. Fyrir tveimur árum var kínverska námsgrein hjá 62 nemendum sem luku grunnskólaprófi. Af þeim tungumálum sem nemendur hafa getað valið um hefur spænskan verið vinsælust, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá. Enska er skyldunámsgrein á öllum skólastigum.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×