Loftvarnaeldflaugar sendar til Tyrklands 4. desember 2012 07:00 Anders Fogh Rasmussen NATO hefur tekið vel í beiðni Tyrkja um Patriot-eldflaugar. MYND/NATO Búizt er við að fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem hefst í Brussel í dag samþykki að senda Tyrkjum Patriot-loftvarnaeldflaugar til að verjast hugsanlegum árásum frá Sýrlandi. „Þetta er eingöngu varnarviðbúnaður og getur á engan hátt stutt við flugbannssvæði yfir Sýrlandi eða neins konar árás,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, á fundi með blaðamönnum í höfuðstöðvum bandalagsins í gær. Hann undirstrikaði að NATO hefði engin áform um hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Tyrknesk stjórnvöld fóru fram á aðstoðina fyrir hálfum mánuði. Ástæðan er meðal annars vaxandi áhyggjur af að stjórn Assads Sýrlandsforseta grípi í örvæntingu til efnavopna gegn uppreisnarmönnum í landinu. Sýrlendingar eiga langdrægar eldflaugar sem geta borið efnavopn og Tyrkir óttast að þær gætu lent Tyrklandsmegin landamæranna, yrði þeim beitt. Rasmussen sagði að Patriot-flaugarnar, sem eru hannaðar til að skjóta niður langdrægar eldflaugar, myndu styrkja loftvarnir Tyrklands og væru tákn um staðfestu og samstöðu NATO-ríkjanna. „Þetta snýst um að hjálpa aðildarríki að verja sig, þegar það stendur frammi fyrir skýrri ógn við landamærin,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær stjórn Assads eindregið við því að nota efnavopnin. Hún sagði að með beitingu þeirra yrði farið yfir „rautt strik“ og Bandaríkin yrðu þá að bregðast við. Gera má ráð fyrir að Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, geri athugasemd við Patriot-flaugarnar þegar hann kemur til fundar við NATO-ráðherrana í dag. Rússar hafa sagt þær munu auka spennu á svæðinu. Rasmussen leggur áherzlu á hið gagnstæða; að fælingarmáttur flauganna muni draga úr spennu við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna þess að engum detti þá í hug að skjóta eldflaugum á Tyrkland. Framkvæmdastjóri NATO segir að Rússar hafi fengið að fylgjast með hverju skrefi málsins. „Innan við tveimur sólarhringum eftir að formleg beiðni um Patriot-flaugarnar barst, hringdi ég í Lavrov og útskýrði fyrir honum hvað þetta er og hvað það er ekki,“ sagði Rasmussen. Bandaríkin, Þýzkaland og Holland eru aflögufær um Patriot-flaugar og munu væntanlega senda nokkur hundruð hermenn með þeim til Tyrklands. Uppsetning flauganna tekur einhverjar vikur. olafur@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Búizt er við að fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem hefst í Brussel í dag samþykki að senda Tyrkjum Patriot-loftvarnaeldflaugar til að verjast hugsanlegum árásum frá Sýrlandi. „Þetta er eingöngu varnarviðbúnaður og getur á engan hátt stutt við flugbannssvæði yfir Sýrlandi eða neins konar árás,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, á fundi með blaðamönnum í höfuðstöðvum bandalagsins í gær. Hann undirstrikaði að NATO hefði engin áform um hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Tyrknesk stjórnvöld fóru fram á aðstoðina fyrir hálfum mánuði. Ástæðan er meðal annars vaxandi áhyggjur af að stjórn Assads Sýrlandsforseta grípi í örvæntingu til efnavopna gegn uppreisnarmönnum í landinu. Sýrlendingar eiga langdrægar eldflaugar sem geta borið efnavopn og Tyrkir óttast að þær gætu lent Tyrklandsmegin landamæranna, yrði þeim beitt. Rasmussen sagði að Patriot-flaugarnar, sem eru hannaðar til að skjóta niður langdrægar eldflaugar, myndu styrkja loftvarnir Tyrklands og væru tákn um staðfestu og samstöðu NATO-ríkjanna. „Þetta snýst um að hjálpa aðildarríki að verja sig, þegar það stendur frammi fyrir skýrri ógn við landamærin,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær stjórn Assads eindregið við því að nota efnavopnin. Hún sagði að með beitingu þeirra yrði farið yfir „rautt strik“ og Bandaríkin yrðu þá að bregðast við. Gera má ráð fyrir að Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, geri athugasemd við Patriot-flaugarnar þegar hann kemur til fundar við NATO-ráðherrana í dag. Rússar hafa sagt þær munu auka spennu á svæðinu. Rasmussen leggur áherzlu á hið gagnstæða; að fælingarmáttur flauganna muni draga úr spennu við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna þess að engum detti þá í hug að skjóta eldflaugum á Tyrkland. Framkvæmdastjóri NATO segir að Rússar hafi fengið að fylgjast með hverju skrefi málsins. „Innan við tveimur sólarhringum eftir að formleg beiðni um Patriot-flaugarnar barst, hringdi ég í Lavrov og útskýrði fyrir honum hvað þetta er og hvað það er ekki,“ sagði Rasmussen. Bandaríkin, Þýzkaland og Holland eru aflögufær um Patriot-flaugar og munu væntanlega senda nokkur hundruð hermenn með þeim til Tyrklands. Uppsetning flauganna tekur einhverjar vikur. olafur@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira