Erlent

Dómarar segjast sjálfstæðir

GB skrifar
Tveir dómaranna Júrí Pasjúnín og Larisa Poljakova á blaðamannafundi. nordicphotos/AFP
Tveir dómaranna Júrí Pasjúnín og Larisa Poljakova á blaðamannafundi. nordicphotos/AFP

Dómararnir þrír, sem í vikunni staðfestu tveggja ára fangelsisdóm yfir tveimur af þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot, gripu til þess óvenjulega ráðs í gær að verja gerðir sínar opinberlega. Dómi þriðju konunnar var breytt í skilorðsbundið fangelsi.

Dómararnir fullyrða að ákvörðun þeirra hafi ekki verið tekin vegna þrýstings að ofan, heldur hafi þeir aðeins skoðað efnisatriði málsins. „Það hefur aldrei verið neinn þrýstingur á okkur í þessu máli,“ sagði Larisa Poljakova, einn dómaranna þriggja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×