"Við erum öll nágrannar“ Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:01 Verðlaunahafar hrósuðu margir Jóni Gnarr borgarstjóra fyrir opnunarræðu hans við veitingu friðarverðlauna LennonOno. Lengst til vinstri eru foreldrar Rachel Corrie, Cindy og Craig, þeim við hlið Carol Blue Hitchens (ekkja Christophers Hitchens), svo John Perkins, hagfræðingur og rithöfundur, þá tónlistarkonurnar Lady Gaga og Yoko Ono. Jón Gnarr er í púltinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann. Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann.
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira