Mancini: Við viljum vinna alla leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2012 07:00 Argentínumönnunum Sergio Aguero, Pablo Zabaleta og Carlos Tevez var skemmt á æfingu Manchester City í gær. nordicphotos/getty Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn kætast í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst með pompi og prakt. Alls eru átta leikir á dagskrá en stærsti leikurinn verður án nokkurs vafa í höfuðborg Spánar þar sem Real Madrid tekur á móti Manchester City. Real Madrid er sigursælasta félag í sögu Evrópukeppninnar með níu titla að baki. Liðið hefur þó ekki unnið Meistaradeildina í rúman áratug og þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á biðinni, sérstaklega þar sem erkifjendurnir í Barcelona hafa unnið keppnina þrívegis á síðustu fimm árum. Peningamaðurinn breytti ölluManchester City á allt aðra sögu á bak við sig. Liðið varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1970 en það er eini Evróputitill liðsins til þessa. Eftir það fór að halla undan fæti og næstu áratugi flakkaði liðið á milli þriggja efstu deildanna á Englandi. Vorið 2002, sama vor og Real Madrid varð síðast Evrópumeistari, vann City sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný og hefur haldið því allar götur síðan. Félagið tók svo stakkaskiptum árið 2008 er hinn vellauðugi sjeik Mansour bin Zayed al-Nahyan keypti félagið og hefur síðan þá dælt peningum í rekstur þess. Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, þekkir það vel að vera stjóri félags með vellauðugan eiganda. Hann var fenginn til Chelsea af Roman Abramovich og naut hann talsverðrar velgengni þar. Mourinho segir að það séu margar hliðstæður hjá City og Chelsea. „Þegar Roman keypti félagið var Claudio Ranieri stjóri liðsins. Ég tók svo við og við unnum nokkra titla, þar á meðal deildina í fyrsta sinn í langan tíma. Carlo Ancoletti tók svo við og að lokum varð Chelsea Evrópumeistari," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Mark Hughes var hjá City þegar nýir eigendur tóku við. Félagið keypti marga dýra og góða leikmenn, Roberto Mancini tók svo við og er byrjaður að vinna titla," bætti hann við. Mourinho er því ekki í vafa um að félagið geti vel unnið Meistaradeildina haldi það áfram á þessari braut. „Ég veit ekki hvort það verður á þessu tímabili eða því næsta. Eða ef Roberto verður við stjórnvölinn eða einhver annar. En miðað við þá stefnu sem félagið hefur tekið mun það vinna stóra bikarinn, fyrr eða síðar." Mætum einu besta liði heimsSjálfur segist Mancini bera virðingu fyrir glæsilegri sögu Real Madrid en að markmið City fyrir leikinn sé það sama og ávallt. „Það er ekki í okkar skapgerð að fara í leik – hvort sem það er í Madríd eða annars staðar – með það fyrir augum að gera jafntefli eða tapa. Við viljum vinna alla leiki," sagði Mancini. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við mætum einu besta liði heims en mestu skiptir að við einbeitum okkur að því að sinna okkar vinnu vel. Þetta verður frábær leikur og merkilegur viðburður fyrir alla hjá okkar félagi," bætti hann við. Arsenal til FrakklandsÍ hinum leik D-riðils eigast við Dortmund og Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá síðarnefnda félaginu en verður frá fram á næsta ár vegna axlarmeiðsla, eins og kunnugt er. Eitt annað enskt lið verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum gegn Montpellier í Frakklandi. Arsenal hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en hefur, rétt eins og City, orðið Evrópumeistari bikarhafa en hætt var að keppa um þann titil árið 1999.Leikir kvöldsins:A-riðill: 18.45 Dinamo Zagreb - Porto 18.45 PSG - Dynamo KievB-riðill: 18.45 Montpellier - ArsenalSport 3 18.45 Olympiakos - SchalkeC-riðill: 18.45 Malaga - Zenit 18.45 AC Milan - AnderlechtD-riðill: 18.45 Dortmund - AjaxSport 4 18.45 R. Madrid - Man. CitySport & HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn kætast í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst með pompi og prakt. Alls eru átta leikir á dagskrá en stærsti leikurinn verður án nokkurs vafa í höfuðborg Spánar þar sem Real Madrid tekur á móti Manchester City. Real Madrid er sigursælasta félag í sögu Evrópukeppninnar með níu titla að baki. Liðið hefur þó ekki unnið Meistaradeildina í rúman áratug og þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á biðinni, sérstaklega þar sem erkifjendurnir í Barcelona hafa unnið keppnina þrívegis á síðustu fimm árum. Peningamaðurinn breytti ölluManchester City á allt aðra sögu á bak við sig. Liðið varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1970 en það er eini Evróputitill liðsins til þessa. Eftir það fór að halla undan fæti og næstu áratugi flakkaði liðið á milli þriggja efstu deildanna á Englandi. Vorið 2002, sama vor og Real Madrid varð síðast Evrópumeistari, vann City sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný og hefur haldið því allar götur síðan. Félagið tók svo stakkaskiptum árið 2008 er hinn vellauðugi sjeik Mansour bin Zayed al-Nahyan keypti félagið og hefur síðan þá dælt peningum í rekstur þess. Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, þekkir það vel að vera stjóri félags með vellauðugan eiganda. Hann var fenginn til Chelsea af Roman Abramovich og naut hann talsverðrar velgengni þar. Mourinho segir að það séu margar hliðstæður hjá City og Chelsea. „Þegar Roman keypti félagið var Claudio Ranieri stjóri liðsins. Ég tók svo við og við unnum nokkra titla, þar á meðal deildina í fyrsta sinn í langan tíma. Carlo Ancoletti tók svo við og að lokum varð Chelsea Evrópumeistari," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Mark Hughes var hjá City þegar nýir eigendur tóku við. Félagið keypti marga dýra og góða leikmenn, Roberto Mancini tók svo við og er byrjaður að vinna titla," bætti hann við. Mourinho er því ekki í vafa um að félagið geti vel unnið Meistaradeildina haldi það áfram á þessari braut. „Ég veit ekki hvort það verður á þessu tímabili eða því næsta. Eða ef Roberto verður við stjórnvölinn eða einhver annar. En miðað við þá stefnu sem félagið hefur tekið mun það vinna stóra bikarinn, fyrr eða síðar." Mætum einu besta liði heimsSjálfur segist Mancini bera virðingu fyrir glæsilegri sögu Real Madrid en að markmið City fyrir leikinn sé það sama og ávallt. „Það er ekki í okkar skapgerð að fara í leik – hvort sem það er í Madríd eða annars staðar – með það fyrir augum að gera jafntefli eða tapa. Við viljum vinna alla leiki," sagði Mancini. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við mætum einu besta liði heims en mestu skiptir að við einbeitum okkur að því að sinna okkar vinnu vel. Þetta verður frábær leikur og merkilegur viðburður fyrir alla hjá okkar félagi," bætti hann við. Arsenal til FrakklandsÍ hinum leik D-riðils eigast við Dortmund og Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá síðarnefnda félaginu en verður frá fram á næsta ár vegna axlarmeiðsla, eins og kunnugt er. Eitt annað enskt lið verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum gegn Montpellier í Frakklandi. Arsenal hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en hefur, rétt eins og City, orðið Evrópumeistari bikarhafa en hætt var að keppa um þann titil árið 1999.Leikir kvöldsins:A-riðill: 18.45 Dinamo Zagreb - Porto 18.45 PSG - Dynamo KievB-riðill: 18.45 Montpellier - ArsenalSport 3 18.45 Olympiakos - SchalkeC-riðill: 18.45 Malaga - Zenit 18.45 AC Milan - AnderlechtD-riðill: 18.45 Dortmund - AjaxSport 4 18.45 R. Madrid - Man. CitySport & HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira