Mancini: Við viljum vinna alla leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2012 07:00 Argentínumönnunum Sergio Aguero, Pablo Zabaleta og Carlos Tevez var skemmt á æfingu Manchester City í gær. nordicphotos/getty Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn kætast í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst með pompi og prakt. Alls eru átta leikir á dagskrá en stærsti leikurinn verður án nokkurs vafa í höfuðborg Spánar þar sem Real Madrid tekur á móti Manchester City. Real Madrid er sigursælasta félag í sögu Evrópukeppninnar með níu titla að baki. Liðið hefur þó ekki unnið Meistaradeildina í rúman áratug og þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á biðinni, sérstaklega þar sem erkifjendurnir í Barcelona hafa unnið keppnina þrívegis á síðustu fimm árum. Peningamaðurinn breytti ölluManchester City á allt aðra sögu á bak við sig. Liðið varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1970 en það er eini Evróputitill liðsins til þessa. Eftir það fór að halla undan fæti og næstu áratugi flakkaði liðið á milli þriggja efstu deildanna á Englandi. Vorið 2002, sama vor og Real Madrid varð síðast Evrópumeistari, vann City sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný og hefur haldið því allar götur síðan. Félagið tók svo stakkaskiptum árið 2008 er hinn vellauðugi sjeik Mansour bin Zayed al-Nahyan keypti félagið og hefur síðan þá dælt peningum í rekstur þess. Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, þekkir það vel að vera stjóri félags með vellauðugan eiganda. Hann var fenginn til Chelsea af Roman Abramovich og naut hann talsverðrar velgengni þar. Mourinho segir að það séu margar hliðstæður hjá City og Chelsea. „Þegar Roman keypti félagið var Claudio Ranieri stjóri liðsins. Ég tók svo við og við unnum nokkra titla, þar á meðal deildina í fyrsta sinn í langan tíma. Carlo Ancoletti tók svo við og að lokum varð Chelsea Evrópumeistari," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Mark Hughes var hjá City þegar nýir eigendur tóku við. Félagið keypti marga dýra og góða leikmenn, Roberto Mancini tók svo við og er byrjaður að vinna titla," bætti hann við. Mourinho er því ekki í vafa um að félagið geti vel unnið Meistaradeildina haldi það áfram á þessari braut. „Ég veit ekki hvort það verður á þessu tímabili eða því næsta. Eða ef Roberto verður við stjórnvölinn eða einhver annar. En miðað við þá stefnu sem félagið hefur tekið mun það vinna stóra bikarinn, fyrr eða síðar." Mætum einu besta liði heimsSjálfur segist Mancini bera virðingu fyrir glæsilegri sögu Real Madrid en að markmið City fyrir leikinn sé það sama og ávallt. „Það er ekki í okkar skapgerð að fara í leik – hvort sem það er í Madríd eða annars staðar – með það fyrir augum að gera jafntefli eða tapa. Við viljum vinna alla leiki," sagði Mancini. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við mætum einu besta liði heims en mestu skiptir að við einbeitum okkur að því að sinna okkar vinnu vel. Þetta verður frábær leikur og merkilegur viðburður fyrir alla hjá okkar félagi," bætti hann við. Arsenal til FrakklandsÍ hinum leik D-riðils eigast við Dortmund og Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá síðarnefnda félaginu en verður frá fram á næsta ár vegna axlarmeiðsla, eins og kunnugt er. Eitt annað enskt lið verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum gegn Montpellier í Frakklandi. Arsenal hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en hefur, rétt eins og City, orðið Evrópumeistari bikarhafa en hætt var að keppa um þann titil árið 1999.Leikir kvöldsins:A-riðill: 18.45 Dinamo Zagreb - Porto 18.45 PSG - Dynamo KievB-riðill: 18.45 Montpellier - ArsenalSport 3 18.45 Olympiakos - SchalkeC-riðill: 18.45 Malaga - Zenit 18.45 AC Milan - AnderlechtD-riðill: 18.45 Dortmund - AjaxSport 4 18.45 R. Madrid - Man. CitySport & HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn kætast í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst með pompi og prakt. Alls eru átta leikir á dagskrá en stærsti leikurinn verður án nokkurs vafa í höfuðborg Spánar þar sem Real Madrid tekur á móti Manchester City. Real Madrid er sigursælasta félag í sögu Evrópukeppninnar með níu titla að baki. Liðið hefur þó ekki unnið Meistaradeildina í rúman áratug og þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á biðinni, sérstaklega þar sem erkifjendurnir í Barcelona hafa unnið keppnina þrívegis á síðustu fimm árum. Peningamaðurinn breytti ölluManchester City á allt aðra sögu á bak við sig. Liðið varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1970 en það er eini Evróputitill liðsins til þessa. Eftir það fór að halla undan fæti og næstu áratugi flakkaði liðið á milli þriggja efstu deildanna á Englandi. Vorið 2002, sama vor og Real Madrid varð síðast Evrópumeistari, vann City sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný og hefur haldið því allar götur síðan. Félagið tók svo stakkaskiptum árið 2008 er hinn vellauðugi sjeik Mansour bin Zayed al-Nahyan keypti félagið og hefur síðan þá dælt peningum í rekstur þess. Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, þekkir það vel að vera stjóri félags með vellauðugan eiganda. Hann var fenginn til Chelsea af Roman Abramovich og naut hann talsverðrar velgengni þar. Mourinho segir að það séu margar hliðstæður hjá City og Chelsea. „Þegar Roman keypti félagið var Claudio Ranieri stjóri liðsins. Ég tók svo við og við unnum nokkra titla, þar á meðal deildina í fyrsta sinn í langan tíma. Carlo Ancoletti tók svo við og að lokum varð Chelsea Evrópumeistari," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Mark Hughes var hjá City þegar nýir eigendur tóku við. Félagið keypti marga dýra og góða leikmenn, Roberto Mancini tók svo við og er byrjaður að vinna titla," bætti hann við. Mourinho er því ekki í vafa um að félagið geti vel unnið Meistaradeildina haldi það áfram á þessari braut. „Ég veit ekki hvort það verður á þessu tímabili eða því næsta. Eða ef Roberto verður við stjórnvölinn eða einhver annar. En miðað við þá stefnu sem félagið hefur tekið mun það vinna stóra bikarinn, fyrr eða síðar." Mætum einu besta liði heimsSjálfur segist Mancini bera virðingu fyrir glæsilegri sögu Real Madrid en að markmið City fyrir leikinn sé það sama og ávallt. „Það er ekki í okkar skapgerð að fara í leik – hvort sem það er í Madríd eða annars staðar – með það fyrir augum að gera jafntefli eða tapa. Við viljum vinna alla leiki," sagði Mancini. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við mætum einu besta liði heims en mestu skiptir að við einbeitum okkur að því að sinna okkar vinnu vel. Þetta verður frábær leikur og merkilegur viðburður fyrir alla hjá okkar félagi," bætti hann við. Arsenal til FrakklandsÍ hinum leik D-riðils eigast við Dortmund og Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá síðarnefnda félaginu en verður frá fram á næsta ár vegna axlarmeiðsla, eins og kunnugt er. Eitt annað enskt lið verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum gegn Montpellier í Frakklandi. Arsenal hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en hefur, rétt eins og City, orðið Evrópumeistari bikarhafa en hætt var að keppa um þann titil árið 1999.Leikir kvöldsins:A-riðill: 18.45 Dinamo Zagreb - Porto 18.45 PSG - Dynamo KievB-riðill: 18.45 Montpellier - ArsenalSport 3 18.45 Olympiakos - SchalkeC-riðill: 18.45 Malaga - Zenit 18.45 AC Milan - AnderlechtD-riðill: 18.45 Dortmund - AjaxSport 4 18.45 R. Madrid - Man. CitySport & HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira