Foreldrar fá að ráða hvort barnið sé busað 1. september 2012 07:00 nýir Kvenskælingar Nemendur á fjórða ári í Kvennaskólanum vígðu nýnema við skólann á miðvikudag. Þeim var aðeins leyft að sulla vatni yfir "busana“. Nokkrir nýnemar treystu sér ekki í busunina og fylgdust með álengdar. fréttablaðið/stefán Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. Löng hefð er fyrir tolleringunum í MR en þá bjóða eldri nemendur nýnema við skólann velkomna með því að kasta þeim upp í loftið og grípa. „Þetta er hluti af samstarfi við foreldra og við erum líka að beina því til foreldra hver staða skólans er," útskýrir Linda Rós Michaelsdóttir, rektor skólans. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem starfsfólk skólans var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, sem síðan hefur verið aflagður. „Maður veltir fyrir sér í hvernig stöðu skólinn er," segir Linda Rós. „Við verðum að reyna að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur og að það sé ekki eingöngu hægt að herma svona upp á starfsmenn skólans sem voru þó að sinna skyldu sinni." Linda Rós segist hafa sett skýrar reglur um hvernig eldri nemar skuli koma fram við nýnemana. „Ég held að krakkarnir séu meðvitaðir um að þetta sé meira umgjörðin en innihaldið og ég geri mér vonir um að þetta verði skemmtun fyrir alla." Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig tekið er á móti nýnemum. „Það er ekkert busað í Versló," segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verslunarskólanum. Þar fara elstu nemendurnir með nýnema í ferð þar sem farið er í hópleiki og haldin kvöldvaka. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er sprautað vatni yfir nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og sumir hverjir látnir velta sér í drullunni á bryggjunni í Neskaupstað. Allir fá þó að velja hvort þeir séu með. Þórður Júlíusson, skólameistari VA, var spurður hvort hann gæti tekið undir það sjónarmið að í busuninni felist niðurlæging fyrir nemendurna, óháð því hvað þeim finnst eðlilegt, og svaraði: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því hvað er uppbyggilegt. Hefðir skólanna geta haft rétt á sér þó það sé ekki uppbygging og menntun sem í þeim felst." Þórður tekur einnig fram að athöfnin sé alfarið undir stjórn kennara skólans og skólameistara. „Nýnemarnir hafa látið skoðun sína í ljós. Þeim þykir þetta passlegt og alls ekki harkalegt," segir Þórður. Hann segir engan hafa kvartað undan meðferðinni. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. Löng hefð er fyrir tolleringunum í MR en þá bjóða eldri nemendur nýnema við skólann velkomna með því að kasta þeim upp í loftið og grípa. „Þetta er hluti af samstarfi við foreldra og við erum líka að beina því til foreldra hver staða skólans er," útskýrir Linda Rós Michaelsdóttir, rektor skólans. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem starfsfólk skólans var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, sem síðan hefur verið aflagður. „Maður veltir fyrir sér í hvernig stöðu skólinn er," segir Linda Rós. „Við verðum að reyna að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur og að það sé ekki eingöngu hægt að herma svona upp á starfsmenn skólans sem voru þó að sinna skyldu sinni." Linda Rós segist hafa sett skýrar reglur um hvernig eldri nemar skuli koma fram við nýnemana. „Ég held að krakkarnir séu meðvitaðir um að þetta sé meira umgjörðin en innihaldið og ég geri mér vonir um að þetta verði skemmtun fyrir alla." Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig tekið er á móti nýnemum. „Það er ekkert busað í Versló," segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verslunarskólanum. Þar fara elstu nemendurnir með nýnema í ferð þar sem farið er í hópleiki og haldin kvöldvaka. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er sprautað vatni yfir nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og sumir hverjir látnir velta sér í drullunni á bryggjunni í Neskaupstað. Allir fá þó að velja hvort þeir séu með. Þórður Júlíusson, skólameistari VA, var spurður hvort hann gæti tekið undir það sjónarmið að í busuninni felist niðurlæging fyrir nemendurna, óháð því hvað þeim finnst eðlilegt, og svaraði: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því hvað er uppbyggilegt. Hefðir skólanna geta haft rétt á sér þó það sé ekki uppbygging og menntun sem í þeim felst." Þórður tekur einnig fram að athöfnin sé alfarið undir stjórn kennara skólans og skólameistara. „Nýnemarnir hafa látið skoðun sína í ljós. Þeim þykir þetta passlegt og alls ekki harkalegt," segir Þórður. Hann segir engan hafa kvartað undan meðferðinni. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira