Lestur sem hentar öllum nemendum 27. ágúst 2012 00:01 Aðferðin gengur út á að börnin lesi saman í pörum og hjálpist að. Hún hefur gefið góða raun. nordicphotos/getty images Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira