Lestur sem hentar öllum nemendum 27. ágúst 2012 00:01 Aðferðin gengur út á að börnin lesi saman í pörum og hjálpist að. Hún hefur gefið góða raun. nordicphotos/getty images Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira