Sakhæfismat gleður Breivik 11. apríl 2012 06:00 Anders Behring Breivik fagnar því að geðlæknar hafa úrskurðað hann sakhæfan, þvert á fyrra mat. Dómurinn mun taka afstöðu til sakhæfisins, en Breivik undirbýr nú vitnisburð sinn. Lögmaður Breiviks segir hann sjá eftir að hafa ekki náð að ganga lengra.Fréttablaðið/AP Noregur Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Breivik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknarhugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikilvægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæfur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum," hefur Aftonposten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sakborningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt." Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun." Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niðurstöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtölum við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftirliti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannarlega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til réttarhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Noregur Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Breivik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknarhugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikilvægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæfur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum," hefur Aftonposten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sakborningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt." Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun." Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niðurstöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtölum við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftirliti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannarlega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til réttarhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira