Kunnum bara að sækja til sigurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 07:00 Carles Puyol og Zlatan Ibrahimovic eigast við í fyrri leik Barcelona og AC Milan. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu. Augu flestra munu því beinast að Barcelona í kvöld þar sem Evrópumeistararnir freista þess að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð. Aðeins Real Madrid hefur náð því afreki áður, frá 1956 til 1960. Börsungar þykja vissulega sigurstranglegri á sínum ógnarsterka heimavelli en þegar liðin áttust þar við í riðlakeppninni í byrjun september varð niðurstaðan 2-2 jafntefli. Ef AC Milan skorar í kvöld dugar liðinu jafntefli til að slá Evrópumeistarana úr leik. „Við kunnum bara að spila á einn máta – það er að sækja til sigurs," sagði Carles Puyol, fyrirliði Barcelona á blaðamannafundi í dag. „Við ætlum ekki að spila upp á markalaust jafntefli – aðeins sigur. AC Milan er í hópi bestu félagsliða Evrópu og þetta er leikur sem allir knattspyrnumenn taka þátt í. Við verðum að vera góðir á báðum endum vallarins ef við ætlum okkur að komast áfram." Zlatan Ibrahimovic er hættulegasti leikmaður AC Milan en hann lék með Barcelona á sínum tíma. „Það verður ekki bara undir mér komið að halda honum í skefjum heldur þarf allt liðið að hafa gætur á honum," sagði Puyol. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að slá slöku við í kvöld þrátt fyrir góða stöðu í einvíginu gegn Marseille. „Við ætlum að reyna að vinna leikinn. Við erum vissulega í góðri stöðu en það má ekki gleyma því að Marseille vann 3-2 sigur á Dortmund í riðlakeppninni eftir að hafa verið 2-0 undir í leiknum," sagði Heynckes. Leikirnir hefjast báðir klukkan 18.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu. Augu flestra munu því beinast að Barcelona í kvöld þar sem Evrópumeistararnir freista þess að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð. Aðeins Real Madrid hefur náð því afreki áður, frá 1956 til 1960. Börsungar þykja vissulega sigurstranglegri á sínum ógnarsterka heimavelli en þegar liðin áttust þar við í riðlakeppninni í byrjun september varð niðurstaðan 2-2 jafntefli. Ef AC Milan skorar í kvöld dugar liðinu jafntefli til að slá Evrópumeistarana úr leik. „Við kunnum bara að spila á einn máta – það er að sækja til sigurs," sagði Carles Puyol, fyrirliði Barcelona á blaðamannafundi í dag. „Við ætlum ekki að spila upp á markalaust jafntefli – aðeins sigur. AC Milan er í hópi bestu félagsliða Evrópu og þetta er leikur sem allir knattspyrnumenn taka þátt í. Við verðum að vera góðir á báðum endum vallarins ef við ætlum okkur að komast áfram." Zlatan Ibrahimovic er hættulegasti leikmaður AC Milan en hann lék með Barcelona á sínum tíma. „Það verður ekki bara undir mér komið að halda honum í skefjum heldur þarf allt liðið að hafa gætur á honum," sagði Puyol. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að slá slöku við í kvöld þrátt fyrir góða stöðu í einvíginu gegn Marseille. „Við ætlum að reyna að vinna leikinn. Við erum vissulega í góðri stöðu en það má ekki gleyma því að Marseille vann 3-2 sigur á Dortmund í riðlakeppninni eftir að hafa verið 2-0 undir í leiknum," sagði Heynckes. Leikirnir hefjast báðir klukkan 18.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira