Kunnum bara að sækja til sigurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 07:00 Carles Puyol og Zlatan Ibrahimovic eigast við í fyrri leik Barcelona og AC Milan. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu. Augu flestra munu því beinast að Barcelona í kvöld þar sem Evrópumeistararnir freista þess að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð. Aðeins Real Madrid hefur náð því afreki áður, frá 1956 til 1960. Börsungar þykja vissulega sigurstranglegri á sínum ógnarsterka heimavelli en þegar liðin áttust þar við í riðlakeppninni í byrjun september varð niðurstaðan 2-2 jafntefli. Ef AC Milan skorar í kvöld dugar liðinu jafntefli til að slá Evrópumeistarana úr leik. „Við kunnum bara að spila á einn máta – það er að sækja til sigurs," sagði Carles Puyol, fyrirliði Barcelona á blaðamannafundi í dag. „Við ætlum ekki að spila upp á markalaust jafntefli – aðeins sigur. AC Milan er í hópi bestu félagsliða Evrópu og þetta er leikur sem allir knattspyrnumenn taka þátt í. Við verðum að vera góðir á báðum endum vallarins ef við ætlum okkur að komast áfram." Zlatan Ibrahimovic er hættulegasti leikmaður AC Milan en hann lék með Barcelona á sínum tíma. „Það verður ekki bara undir mér komið að halda honum í skefjum heldur þarf allt liðið að hafa gætur á honum," sagði Puyol. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að slá slöku við í kvöld þrátt fyrir góða stöðu í einvíginu gegn Marseille. „Við ætlum að reyna að vinna leikinn. Við erum vissulega í góðri stöðu en það má ekki gleyma því að Marseille vann 3-2 sigur á Dortmund í riðlakeppninni eftir að hafa verið 2-0 undir í leiknum," sagði Heynckes. Leikirnir hefjast báðir klukkan 18.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu. Augu flestra munu því beinast að Barcelona í kvöld þar sem Evrópumeistararnir freista þess að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð. Aðeins Real Madrid hefur náð því afreki áður, frá 1956 til 1960. Börsungar þykja vissulega sigurstranglegri á sínum ógnarsterka heimavelli en þegar liðin áttust þar við í riðlakeppninni í byrjun september varð niðurstaðan 2-2 jafntefli. Ef AC Milan skorar í kvöld dugar liðinu jafntefli til að slá Evrópumeistarana úr leik. „Við kunnum bara að spila á einn máta – það er að sækja til sigurs," sagði Carles Puyol, fyrirliði Barcelona á blaðamannafundi í dag. „Við ætlum ekki að spila upp á markalaust jafntefli – aðeins sigur. AC Milan er í hópi bestu félagsliða Evrópu og þetta er leikur sem allir knattspyrnumenn taka þátt í. Við verðum að vera góðir á báðum endum vallarins ef við ætlum okkur að komast áfram." Zlatan Ibrahimovic er hættulegasti leikmaður AC Milan en hann lék með Barcelona á sínum tíma. „Það verður ekki bara undir mér komið að halda honum í skefjum heldur þarf allt liðið að hafa gætur á honum," sagði Puyol. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að slá slöku við í kvöld þrátt fyrir góða stöðu í einvíginu gegn Marseille. „Við ætlum að reyna að vinna leikinn. Við erum vissulega í góðri stöðu en það má ekki gleyma því að Marseille vann 3-2 sigur á Dortmund í riðlakeppninni eftir að hafa verið 2-0 undir í leiknum," sagði Heynckes. Leikirnir hefjast báðir klukkan 18.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira