Hefði tekið 2-3 ár að flytja Kaupþing 10. mars 2012 07:00 Vilhelm Már Þorsteinsson lýsti því yfir að alls hafi 13 stór verkefni verið í gangi innan Glitnis á árinu 2008 sem miðuðu að því að auka laust fé. Fréttablaðið/GVA Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Vitnin voru öll á einu máli um að eignasala hefði verið erfið og myndi að öllum líkindum hafa mjög neikvæð áhrif á eigið fé bankanna. Þess utan myndu þau senda skilaboð út á markaðinn að bankarnir væru í vandræðum. Því hefði eignasala í raun getað haft þau áhrif að fella bankana, frekar en að bjarga þeim. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings og starfaði hjá bankanum fyrir hrun, var spurður út í „Project Hans" og „Project Einar", endurskipulagningarhugmyndir sem Hreiðar Már Sigurðsson sagði á fimmtudag að hefðu verið á teikniborðinu hjá Kaupþingi. Jóhannes Rúnar sagði endurskipulagningar vanalega taka tvo til átján mánuði. Í tilviki Kaupþings hafi verið um fjármálafyrirtæki að ræða sem hefði verið með hlutabréf skráð í tveimur löndum (Íslandi og Svíþjóð), með mjög flókna fjármögnun og ytri aðstæður á árinu 2008 hafi verið mjög vondar. „Flækjustigið í þessu tilviki var margfalt." Auk þess snerist „Project Einar" um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands, en erlendur banki hafði aldrei gert slíkt áður. Að mati Jóhannesar myndi svona flutningur, væri hann gerlegur, því taka tvö til þrjú ár hið minnsta. Hann taldi „Project Hans", sem snerist um að flytja hluta af starfsemi bankans frá Íslandi til Danmerkur annars vegar og Bretlands hins vegar, hefði í raun ekki breytt neinu til skamms tíma fyrir Kaupþing. Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Vitnin voru öll á einu máli um að eignasala hefði verið erfið og myndi að öllum líkindum hafa mjög neikvæð áhrif á eigið fé bankanna. Þess utan myndu þau senda skilaboð út á markaðinn að bankarnir væru í vandræðum. Því hefði eignasala í raun getað haft þau áhrif að fella bankana, frekar en að bjarga þeim. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings og starfaði hjá bankanum fyrir hrun, var spurður út í „Project Hans" og „Project Einar", endurskipulagningarhugmyndir sem Hreiðar Már Sigurðsson sagði á fimmtudag að hefðu verið á teikniborðinu hjá Kaupþingi. Jóhannes Rúnar sagði endurskipulagningar vanalega taka tvo til átján mánuði. Í tilviki Kaupþings hafi verið um fjármálafyrirtæki að ræða sem hefði verið með hlutabréf skráð í tveimur löndum (Íslandi og Svíþjóð), með mjög flókna fjármögnun og ytri aðstæður á árinu 2008 hafi verið mjög vondar. „Flækjustigið í þessu tilviki var margfalt." Auk þess snerist „Project Einar" um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands, en erlendur banki hafði aldrei gert slíkt áður. Að mati Jóhannesar myndi svona flutningur, væri hann gerlegur, því taka tvö til þrjú ár hið minnsta. Hann taldi „Project Hans", sem snerist um að flytja hluta af starfsemi bankans frá Íslandi til Danmerkur annars vegar og Bretlands hins vegar, hefði í raun ekki breytt neinu til skamms tíma fyrir Kaupþing.
Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira