Stolt af litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2012 08:00 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Nordicphotos/Getty Íslenska kvennalandsliðið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-landsliða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja," sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leikkerfi," sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram," sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrikalega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni," segir Margrét Lára. Ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestarMunar fimm árum á systrunum úr Eyjum Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. Mynd/gettyimages„Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á," sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handboltann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum," segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað," segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosalegt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lokins að komast á gott skrið," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-landsliða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja," sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leikkerfi," sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram," sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrikalega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni," segir Margrét Lára. Ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestarMunar fimm árum á systrunum úr Eyjum Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. Mynd/gettyimages„Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á," sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handboltann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum," segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað," segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosalegt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lokins að komast á gott skrið," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira