Skytturnar þrjár eru nú í Napólí Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. febrúar 2012 07:00 Stórskemmtilegir Leikmenn Napólí fagna marki Edinson Cavani.nordicphotos/getty Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira