Skytturnar þrjár eru nú í Napólí Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. febrúar 2012 07:00 Stórskemmtilegir Leikmenn Napólí fagna marki Edinson Cavani.nordicphotos/getty Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira