Togast á um Wimbledon-nafnið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2012 06:45 Hermann Hreiðarsson spilaði með Wimbledon síðast þegar liðið spilaði í efstu deild, frá 1999 til 2000. Hann er eini Íslendingurinn sem spilaði með félaginu. Mynd/Nordicphtotos/Getty Forráðamenn enska D-deildarliðsins AFC Wimbledon vilja að MK Dons breyti um nafn og hætti að nota Dons-nafnið. Þessi lið mætast í fyrsta sinn í sögunni í ensku bikarkeppninni í næsta mánuði. Bæði félög voru stofnuð í kringum flutning Wimbledon FC til Milton Keys árið 2003. Stuðningsmenn Wimbledon voru afar óánægðir með þá tilhögun og stofnuðu AFC Wimbledon árið 2002. Um leið hættu þeir að mæta á leiki gamla félagsins sem kláraði tímabilið á Selhurst Park í Lundúnum áður en það flutti til Milton Keys í september 2003. Sumarið 2004 var félagið formlega endurnefnt MK Dons og hafa stuðningsmenn gamla félagsins alla tíð verið afar ósáttir við þessa tengingu við sinn gamla klúbb. Þess má þó geta að Wimbledon FC fór aldrei á hausinn og fyrstu árin litu forráðamenn MK Dons á sögu Wimbledon FC sem sína eigin. En því var hætt árið 2007 og nú er litið svo á að MK Dons hafi verið stofnað árið 2004. Sá maður sem er hvað óvinsælastur meðal stuðningsmanna AFC Wimbledon er Pete Winkelman. Hann sat í stjórn Wimbledon FC sem ákvað árið 2001 að flytja félagið og fór svo fyrir hópi fjárfesta sem keypti félagið þremur árum síðan. Þá var það í greiðslustöðvun. „Ég mun aðeins taka í hönd Winkelman ef ég fæ viðurkennt að hegðun þeirra hafi verið röng og að félagið ætli að hætta að nota Dons-nafnið," sagði Erik Samuelson, framkvæmdastjóri AFC Wimbledon. „MK Dons hefur ekkert að gera með Wimbledon en þessi ákvörðun yrði að koma frá þeim – ekki mér," bætti hann við. AFC Wimbledon byrjaði í níundu efstu deild á Englandi en fór upp um fimm deildir á níu árum og er nú í D-deildinni. Félagið er enn í eigu stuðningsmanna Wimbledon FC sem hafa ekki gleymt sögunni. „Þetta er mikið tilfinningamál og minnir alla á hvernig félagið varð til. Við ætlum að gera okkar – spila leikinn og ná vonandi í sigur. Við fáum nú tækifæri til að sýna knattspyrnuheiminum hversu langt við höfum náð," sagði Samuelson. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Forráðamenn enska D-deildarliðsins AFC Wimbledon vilja að MK Dons breyti um nafn og hætti að nota Dons-nafnið. Þessi lið mætast í fyrsta sinn í sögunni í ensku bikarkeppninni í næsta mánuði. Bæði félög voru stofnuð í kringum flutning Wimbledon FC til Milton Keys árið 2003. Stuðningsmenn Wimbledon voru afar óánægðir með þá tilhögun og stofnuðu AFC Wimbledon árið 2002. Um leið hættu þeir að mæta á leiki gamla félagsins sem kláraði tímabilið á Selhurst Park í Lundúnum áður en það flutti til Milton Keys í september 2003. Sumarið 2004 var félagið formlega endurnefnt MK Dons og hafa stuðningsmenn gamla félagsins alla tíð verið afar ósáttir við þessa tengingu við sinn gamla klúbb. Þess má þó geta að Wimbledon FC fór aldrei á hausinn og fyrstu árin litu forráðamenn MK Dons á sögu Wimbledon FC sem sína eigin. En því var hætt árið 2007 og nú er litið svo á að MK Dons hafi verið stofnað árið 2004. Sá maður sem er hvað óvinsælastur meðal stuðningsmanna AFC Wimbledon er Pete Winkelman. Hann sat í stjórn Wimbledon FC sem ákvað árið 2001 að flytja félagið og fór svo fyrir hópi fjárfesta sem keypti félagið þremur árum síðan. Þá var það í greiðslustöðvun. „Ég mun aðeins taka í hönd Winkelman ef ég fæ viðurkennt að hegðun þeirra hafi verið röng og að félagið ætli að hætta að nota Dons-nafnið," sagði Erik Samuelson, framkvæmdastjóri AFC Wimbledon. „MK Dons hefur ekkert að gera með Wimbledon en þessi ákvörðun yrði að koma frá þeim – ekki mér," bætti hann við. AFC Wimbledon byrjaði í níundu efstu deild á Englandi en fór upp um fimm deildir á níu árum og er nú í D-deildinni. Félagið er enn í eigu stuðningsmanna Wimbledon FC sem hafa ekki gleymt sögunni. „Þetta er mikið tilfinningamál og minnir alla á hvernig félagið varð til. Við ætlum að gera okkar – spila leikinn og ná vonandi í sigur. Við fáum nú tækifæri til að sýna knattspyrnuheiminum hversu langt við höfum náð," sagði Samuelson.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira