Innlent

Tónleikar til styrktar strokuþræl

AB skrifar
Retro Stefson er meðal hljómsveita sem koma munu fram á tónleikunum.
Retro Stefson er meðal hljómsveita sem koma munu fram á tónleikunum.
Tónleikar til styrktar strokuþrælnum Mohammed Lo verða haldnir á Faktorý í kvöld, 12. júlí. Fram koma hljómsveitirnar Retro Stefson, Ojba Rasta og Sudden Weather Change.

Með tónleikunum vilja tónleikahaldarar vekja athygli á málefnum flóttamanna á Íslandi en ágóðinn af þeim mun renna til Mohammed Lo, en hann fæddist í ánauð í Máritaníu, en þar er þrælahald landlægt enn í dag. Honum var synjað um hæli á Íslandi en verði hann sendur til baka á hann yfir höfði sér grimmilegar refsingar fyrir strokið. Í rúmt ár hefur hann verið í felum á Íslandi, réttindalaus með öllu og algerlega upp á aðra kominn fjárhagslega. Sögu Mohammeds má lesa hér.

Miðasala hefst kl. 21 en fyrsta hljómsveitin stígur á stokk um kl. 22. Miðaverð er 1000 krónur en einnig verður tekið við frjálsum framlögum á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×