Íslenski boltinn

Veigar Páll búinn að semja við Stjörnuna

Stjarnan fékk gríðarmikinn liðsstyrk í kvöld þegar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt.

Frá þessu er greint á heimasíðu Silfurskeiðarinnar sem er stuðningsmannahópur Stjörnunnar.

Hinn 32 ára gamli Veigar kemur til félagsins frá Stabæk í Noregi en hann lék þar áður með Vålerenga.

Veigar hefur verið í atvinnumennsku undanfarin níu ár og þarf vart að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur þetta er fyrir Garðbæinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×