Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2012 09:53 Borpallurinn Cosl Pioneer. Borsvæðið er um 80 kílómetra suðaustur af Færeyjum. Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. Kínverski borpallurinn COSL Pioneer hóf borunina þann 17. júní í sumar og var þá búist við að hún tæki 4-5 mánuði og yrði lokið um miðjan nóvember. Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að verkið hefði gengið hægar en vonast var til. Holan væri sérlega djúp, meiri tími hefði farið í fóðrun en búist var við og ýmis vinna á borpallinum hefði reynst tímafrekari en til stóð. Statoil segir að borinn sé kominn niður í hraunlagastafla, sem liggi djúpt, en aðalmarkmið borunarinnar hafi ekki náðst, en það er að komast þar undir. Borun þessarar fimm kílómetra djúpu holu er dýrasta verkefni í atvinnusögu Færeyja. Kostnaður var áætlaður um 20 milljarðar íslenskra króna en seinkunin veldur því að holan verður enn dýrari. Statoil fer fyrir verkinu með 50% hlut, ExxonMobil á 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum á 1%. Þetta er áttunda holan sem boruð er í lögsögu Færeyja. Tengdar fréttir Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. Kínverski borpallurinn COSL Pioneer hóf borunina þann 17. júní í sumar og var þá búist við að hún tæki 4-5 mánuði og yrði lokið um miðjan nóvember. Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að verkið hefði gengið hægar en vonast var til. Holan væri sérlega djúp, meiri tími hefði farið í fóðrun en búist var við og ýmis vinna á borpallinum hefði reynst tímafrekari en til stóð. Statoil segir að borinn sé kominn niður í hraunlagastafla, sem liggi djúpt, en aðalmarkmið borunarinnar hafi ekki náðst, en það er að komast þar undir. Borun þessarar fimm kílómetra djúpu holu er dýrasta verkefni í atvinnusögu Færeyja. Kostnaður var áætlaður um 20 milljarðar íslenskra króna en seinkunin veldur því að holan verður enn dýrari. Statoil fer fyrir verkinu með 50% hlut, ExxonMobil á 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum á 1%. Þetta er áttunda holan sem boruð er í lögsögu Færeyja.
Tengdar fréttir Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45