Álfheiði misbýður lausn ríkisins vegna sílíkonpúða 11. janúar 2012 07:00 Álfheiður Ingadóttir Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. „Mér er algjörlega misboðið með þessari ákvörðun. Hún er vissulega fyrsta skref, en þetta er hluti af svo miklu stærra og meira máli," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Að mati Álfheiðar á umsvifalaust að bjóða öllum konum með P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að sækja á það fyrirtæki sem flutti inn púðana annars vegar, og setti þá í konurnar hins vegar. Í þessu tilviki er þetta einn og sami aðilinn, Jens Kjartansson, lýtalæknir og yfirlæknir lýtalækningadeilda á Landspítalanum. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. púðana á árunum 2000 til 2010 og eru með íslenskar sjúkratryggingar að koma í ómskoðun sér að kostnaðarlausu til að kanna ástand púðana. Séu púðarnir lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er á bilinu 800.000 til 6.000.000 króna. Álfheiður var heilbrigðisráðherra í apríl árið 2010, en þá barst landlæknisembættinu tilkynning um að P.I.P. púðarnir hefðu verið teknir af markaði í Evrópu. Þeir hafa þó verið bannaðir í Bandaríkjunum síðustu tíu ár. Embættið hafði eftirlitsskyldu með innfluttum læknavörum á þeim tíma, en nú er það í höndum Lyfjastofnunar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segist hafa tekið þá ákvörðun þegar tilkynningin barst árið 2010 að senda út bréf til allra lýtalækna og láta það í þeirra hendur að veita sjúklingum sínum upplýsingarnar. Hann veit ekki til þess að púðarnir hafi verið settir í eftir að upplýsingarnar bárust. Álfheiði barst ekki tilkynning um málið í sinni ráðherratíð. „Ég var ekki látin vita af þessu máli, mér var ekki gert viðvart," segir hún. „En mér þykja það mjög mikil tíðindi að púðarnir hafi verið bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum. Mér þykir afar skrýtið að það bann hafi ekki borist hingað fyrr en árið 2010." Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta ári kom fram að landlæknir hafi ekki upplýsingar um brjóstastækkanir sem gerðar eru á Íslandi. Þar er haft eftir landlækni að verið sé að kalla eftir þeim upplýsingum, en það gangi treglega að fá þær. Geir segir að nú hljóti sérfræðingar að sjá að það liggi á upplýsingunum í ljósi umræðunnar. „Við vonumst til þess að vera búin að fá þessar upplýsingar í vikulok," segir hann. sunna@frettabladid.is Nordicphotos/afp PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. „Mér er algjörlega misboðið með þessari ákvörðun. Hún er vissulega fyrsta skref, en þetta er hluti af svo miklu stærra og meira máli," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Að mati Álfheiðar á umsvifalaust að bjóða öllum konum með P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að sækja á það fyrirtæki sem flutti inn púðana annars vegar, og setti þá í konurnar hins vegar. Í þessu tilviki er þetta einn og sami aðilinn, Jens Kjartansson, lýtalæknir og yfirlæknir lýtalækningadeilda á Landspítalanum. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. púðana á árunum 2000 til 2010 og eru með íslenskar sjúkratryggingar að koma í ómskoðun sér að kostnaðarlausu til að kanna ástand púðana. Séu púðarnir lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er á bilinu 800.000 til 6.000.000 króna. Álfheiður var heilbrigðisráðherra í apríl árið 2010, en þá barst landlæknisembættinu tilkynning um að P.I.P. púðarnir hefðu verið teknir af markaði í Evrópu. Þeir hafa þó verið bannaðir í Bandaríkjunum síðustu tíu ár. Embættið hafði eftirlitsskyldu með innfluttum læknavörum á þeim tíma, en nú er það í höndum Lyfjastofnunar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segist hafa tekið þá ákvörðun þegar tilkynningin barst árið 2010 að senda út bréf til allra lýtalækna og láta það í þeirra hendur að veita sjúklingum sínum upplýsingarnar. Hann veit ekki til þess að púðarnir hafi verið settir í eftir að upplýsingarnar bárust. Álfheiði barst ekki tilkynning um málið í sinni ráðherratíð. „Ég var ekki látin vita af þessu máli, mér var ekki gert viðvart," segir hún. „En mér þykja það mjög mikil tíðindi að púðarnir hafi verið bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum. Mér þykir afar skrýtið að það bann hafi ekki borist hingað fyrr en árið 2010." Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta ári kom fram að landlæknir hafi ekki upplýsingar um brjóstastækkanir sem gerðar eru á Íslandi. Þar er haft eftir landlækni að verið sé að kalla eftir þeim upplýsingum, en það gangi treglega að fá þær. Geir segir að nú hljóti sérfræðingar að sjá að það liggi á upplýsingunum í ljósi umræðunnar. „Við vonumst til þess að vera búin að fá þessar upplýsingar í vikulok," segir hann. sunna@frettabladid.is Nordicphotos/afp
PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira