Álfheiði misbýður lausn ríkisins vegna sílíkonpúða 11. janúar 2012 07:00 Álfheiður Ingadóttir Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. „Mér er algjörlega misboðið með þessari ákvörðun. Hún er vissulega fyrsta skref, en þetta er hluti af svo miklu stærra og meira máli," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Að mati Álfheiðar á umsvifalaust að bjóða öllum konum með P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að sækja á það fyrirtæki sem flutti inn púðana annars vegar, og setti þá í konurnar hins vegar. Í þessu tilviki er þetta einn og sami aðilinn, Jens Kjartansson, lýtalæknir og yfirlæknir lýtalækningadeilda á Landspítalanum. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. púðana á árunum 2000 til 2010 og eru með íslenskar sjúkratryggingar að koma í ómskoðun sér að kostnaðarlausu til að kanna ástand púðana. Séu púðarnir lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er á bilinu 800.000 til 6.000.000 króna. Álfheiður var heilbrigðisráðherra í apríl árið 2010, en þá barst landlæknisembættinu tilkynning um að P.I.P. púðarnir hefðu verið teknir af markaði í Evrópu. Þeir hafa þó verið bannaðir í Bandaríkjunum síðustu tíu ár. Embættið hafði eftirlitsskyldu með innfluttum læknavörum á þeim tíma, en nú er það í höndum Lyfjastofnunar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segist hafa tekið þá ákvörðun þegar tilkynningin barst árið 2010 að senda út bréf til allra lýtalækna og láta það í þeirra hendur að veita sjúklingum sínum upplýsingarnar. Hann veit ekki til þess að púðarnir hafi verið settir í eftir að upplýsingarnar bárust. Álfheiði barst ekki tilkynning um málið í sinni ráðherratíð. „Ég var ekki látin vita af þessu máli, mér var ekki gert viðvart," segir hún. „En mér þykja það mjög mikil tíðindi að púðarnir hafi verið bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum. Mér þykir afar skrýtið að það bann hafi ekki borist hingað fyrr en árið 2010." Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta ári kom fram að landlæknir hafi ekki upplýsingar um brjóstastækkanir sem gerðar eru á Íslandi. Þar er haft eftir landlækni að verið sé að kalla eftir þeim upplýsingum, en það gangi treglega að fá þær. Geir segir að nú hljóti sérfræðingar að sjá að það liggi á upplýsingunum í ljósi umræðunnar. „Við vonumst til þess að vera búin að fá þessar upplýsingar í vikulok," segir hann. sunna@frettabladid.is Nordicphotos/afp PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. „Mér er algjörlega misboðið með þessari ákvörðun. Hún er vissulega fyrsta skref, en þetta er hluti af svo miklu stærra og meira máli," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Að mati Álfheiðar á umsvifalaust að bjóða öllum konum með P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að sækja á það fyrirtæki sem flutti inn púðana annars vegar, og setti þá í konurnar hins vegar. Í þessu tilviki er þetta einn og sami aðilinn, Jens Kjartansson, lýtalæknir og yfirlæknir lýtalækningadeilda á Landspítalanum. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. púðana á árunum 2000 til 2010 og eru með íslenskar sjúkratryggingar að koma í ómskoðun sér að kostnaðarlausu til að kanna ástand púðana. Séu púðarnir lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er á bilinu 800.000 til 6.000.000 króna. Álfheiður var heilbrigðisráðherra í apríl árið 2010, en þá barst landlæknisembættinu tilkynning um að P.I.P. púðarnir hefðu verið teknir af markaði í Evrópu. Þeir hafa þó verið bannaðir í Bandaríkjunum síðustu tíu ár. Embættið hafði eftirlitsskyldu með innfluttum læknavörum á þeim tíma, en nú er það í höndum Lyfjastofnunar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segist hafa tekið þá ákvörðun þegar tilkynningin barst árið 2010 að senda út bréf til allra lýtalækna og láta það í þeirra hendur að veita sjúklingum sínum upplýsingarnar. Hann veit ekki til þess að púðarnir hafi verið settir í eftir að upplýsingarnar bárust. Álfheiði barst ekki tilkynning um málið í sinni ráðherratíð. „Ég var ekki látin vita af þessu máli, mér var ekki gert viðvart," segir hún. „En mér þykja það mjög mikil tíðindi að púðarnir hafi verið bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum. Mér þykir afar skrýtið að það bann hafi ekki borist hingað fyrr en árið 2010." Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta ári kom fram að landlæknir hafi ekki upplýsingar um brjóstastækkanir sem gerðar eru á Íslandi. Þar er haft eftir landlækni að verið sé að kalla eftir þeim upplýsingum, en það gangi treglega að fá þær. Geir segir að nú hljóti sérfræðingar að sjá að það liggi á upplýsingunum í ljósi umræðunnar. „Við vonumst til þess að vera búin að fá þessar upplýsingar í vikulok," segir hann. sunna@frettabladid.is Nordicphotos/afp
PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira