Íslenski boltinn

Magnús Már til Valsmanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Gylfason og Magnús Már Lúðvíksson við undirritun samningsins.
Magnús Gylfason og Magnús Már Lúðvíksson við undirritun samningsins. Mynd/Valur.is
Knattspyrnumaðurinn Magnús Már Lúðvíksson er genginn í raðir Valsmanna. Magnús Már skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendapilta.

Magnús Már er uppalinn KR-ingur og hefur spilað með liðinu undanfarin tvö ár. Magnús, sem er 31 árs, spilaði lengst af sem framherji en hefur mannað stöðu hægri bakvarðar hjá Vesturbæjarliðinu síðustu tvö ár.

Magnús Már er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Valsmanna á tveimur dögum. Björgólfur Takefusa gekk í raðir félagsins frá Víkingum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×