Fótbolti

Þjálfari Eiðs og Arnars rekinn

Þjálfari Íslendingaliðsins Cercle Brugge, Bob Peeters, hefur verið rekinn úr starfi enda hefur gengi Brugge ekki verið upp á marga fiska í vetur.

Brugge situr í neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn af fyrstu tólf leikjum sínum í belgísku úrvalsdeildinni. Tíu leikir hafa tapast og þar af sex síðustu.

Aðstoðarþjálfarinn Lorenzo Staelens tekur við skútunni og honum er ætlað að koma henni aftur á flot.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen spila með félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×