Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 16:53 Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07