Enski boltinn

Lampard og Bertrand ekki með gegn Póllandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND: NORDIC PHOTOS \ GETTY
Chelsea samherjarnir Frank Lampard og Ryan Bertrand verða ekki með enska landsliðinu í fótbolta sem mætir Póllandi á þriðjudaginn vegna meiðsla. Félagarnir voru ekki með Englandi sem sigraði San Marino á föstudaginn en Roy Hodgson hafði vonað að þeir yrðu leikfærir á þriðjudaginn.

„Frank Lampard og Ryan Bertrand leika ekki með Englandi gegn Póllandi í undankeppni Heimsmeistarakeppni FIFA,“ sagði fréttatilkynning sem enska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis.

„Lampard (kálfi) og Bertrand (flensa) léku ekki með í 5-0 sigri Englands á San Marino og verða ekki leikfærir fyrir leikinn á þriðjudag,“ sagði tilkynningin enn fremur.

Theo Walcott verður heldur ekki með Englandi en hann meiddist í samstuði við Aldo Simoncini markvörð San Marino í leiknum á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×