Roberto Di Matteo, var rekinn frá Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir tveimur dögum, verður án efa ekk lengi atvinnulaus. Ítalinn er sterklega orðaður við ítalska liðið Napólí og samkvæmt Daily Star gæti hann tekið við liðinu næsta sumar.
Undir stjórn Roberto Di Matteo náði Chelsea að leggja Napólí, 4-1, í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en Chelsea hafði áður tapað 3-1 gegn Napólí þegar Andre Villas-Boas var knattspyrnustjóri liðsins. Napólí er sem stendur í fjórða sæti deildarkeppninnar á Ítalíu en samningur Walter Mazzari þjálfara liðsins rennur út í lok leiktíðar.
Roberto Di Matteo orðaður við Napólí

Mest lesið




Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti


Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

