Innlent

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer vel af stað

Um 500 manns hafa greitt utankjörfundaratkvæði á öllu landinu vegna forsetakosninganna, sem fara fram þann 30. júní næstkomandi. Þar af eru tæplega 240 búnir að kjósa í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík ber þó að taka þessum tölum með fyrirvara þar sem það á eftir að keyra skrár saman, til að koma í veg fyrir að sami kjósandinn hafi kosið tvisvar. Þær gefi þó ágæta mynd af því hversu margir hafa kosið utan kjörfundar.

Atkvæðagreiðslan í Reykjavík hófst í byrjun mánaðarins og fer fram hjá sýslumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×